Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.4.2009 | 11:19
Hvað eru kosningar? Aðildarviðræður þurfa ekki löglegar kosningar.
Þjóð sem getur gefið upp til skatts á rafrænan hátt, getur ekki átt í vandræðum með að kanna hug sinn til aðildarviðræðna. Nægilega löglega til að það sé marktækt. Nota til dæmis kerfi Skattstofunnar.
Nú keppast allir um að skýra úrslit kosninganna. ESB vann, segja ESB sinnar. Þetta þarf ekki að vera rétt, og er að öllum líkindum ekki rétt. Á Íslandi fór fram uppgjör eftir stærsta efnahags og sjálfsvirðingarhrun lýðveldisins. Kjörklefinn var aftökustaður þeirra stjórnmálamanna sem kjósendur töldu að bæru ábyrgð. Í sama kjörklefa fengu nýir þingmenn, traust til, "fyrst og fremst" að sækja til ábyrgðar þá sem ábyrgð bera, tryggja hag þeirra sem þurfa á aðstoð að halda af þessum völdum. Og byggja nýtt velferðarþjóðfélag á rústunum. Þetta tel ég að hafi verið kosið um, ekki ESB.
Það er því nánast ótrúlegt að þeir tveir flokkar sem tóku við stjórnartaumunum fyrir ca. 80 dögum. Og fengu brautargengi nú, geti leyft sér að láta möguleikann á mannlegri velferðarstjórn, renna sér úr greipum. Þessi stjórn hefur unnið vel saman og á að halda því áfram.
Fariði nú milliveginn, haldið NÆGILEGA löglegar kosningar um málið, og það í hvelli. Ef meirihlutinn vill, nú þá verður farið í aðildarviðræður. Það verður hvort eð er kosið um aðildina á grundvelli skilmálanna sem við náum fram. Endilega samt að kanna viðhorf þjóðarinnar fyrst, engin ástæða til að draga Evrópusambandið á asnaeyrum ef þjóðin er í grundvallaratriðum á móti.
21.4.2009 | 11:52
Til hamingju Ísland, því ég fæddist hér!!!
Í gær byrjaði sannleikurinn að renna upp fyrir kjósendum. Björgvin glopraði því út úr sér. Auðvitað ætlar Samfylking að snúa sér að niðurlægðum Sjálfstæðisflokki og mynda meirihluta upp á 2-3 þingmenn. Báðir flokkarnir hafa ótrúlega hagsmuni af að sem minnst verði úr rannsókn á fortíðinni. Þarna getum við kysst Evu Joly good bye, og breitt verður þykkt teppi yfir allar misgjörðir og spillingu á aðdraganda þjóðargjaldþrotsins. Ekkert hefur verið sagt sem ekki gekk eftir og enginn hefur gert neitt rangt. Ef á þarf að halda fær Framsókn með sína 5-7 þingmenn að vera með í plottinu, svona til að geta bent á sem breiðasta samstöðu. Að öllum líkindum verður þetta samsæri kallað "ÞJÓÐARSÁTT"
O-listi fengi fjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 22:11
Verður Atli Gísla, næsti Dómsmálaráðherra Íhaldsins, í Boði Björgvins.
17.4.2009 | 23:17
Þjóðareign, eða ei.
Allir eru eð tala um þjóðareign, sumir telja þjóðareign vera fíflaskap lögfræðilega. Ég vil minna á að í þorskasrtríðinu/um var alltaf verið að fjalla um þjóðareign. !!
Ungir menn þassara þjóðar, sóttu þjóðareign í hendur erlendra notenda.
Síðasta bras Alþingis var m.a. um þjóðareign. Þar stillti Sjálfstæðisflokkurinn sér á móti.
Þá skulum við ekki gleymaq að fyrrv. Sjávarútvegsráðherra, Árni Mathiesen sagði í viðtali/blaðagrein að "Það þarf stjórnarskrárbreyringu til að tryggja útgerðarmönnum eignaryfirráð yfir fiskistofnunum."
Þetta birtist í blaði, í sömu viku og síðustu minningargreinar um Guðmund Kjærnested, Skipherra á Ægir voru birtar.
14.4.2009 | 21:17
Roald Dahl-Óvænt endalok, eða Makleg Málagjöld
Margir sem eru komnir til ára sinna þekkja "Makleg málagjöld" Er Sjálfstæðisflokkurinn núna að upplifa þau. Roald Dahl skrifaði sínar eftirminnanlegu sögur, um maklega málagjöld á eftirminnanlegan hátt. Þar voru "ingrediensar" hroki, illgirni, valdafísn, og misbetiing valds." En endirinn var alltaf góður, "Óvænt Endalok, Makleg Málagjöld."
Roald Dahl var Norskur, en þjónaði sem orustuflugmaður í Royal Air Force í seinni heimstyrjöld. Hann þurfti að flýja, eftir sigur Rommels í Norður Afríku, með flugsveit sína , suður Afríku, til Cape Town. Hann hefur skrifað fjölda smásagna og skáldverka á borð við, Matthilda og Súkkulaðiverksmiðjan, með Villy Wonka. Hann var þekktur á Íslandi, sérstaklega í gegn um sjónvarp fyrir þætti sína "óvænt endalok"
Þessir þættir koma upp í huga mínum núna, þegar nýjustu skoðanakannanir úr Reykjavík eru birtar. Innihaldið í sögum Dahls var jafnan að "hroki, illgirni, misbeiting valds" varð að víkja fyrir sannleikanum og réttlætinu. Endirinn var alltaf góður.
Þegar að horft er á niðurstöður skoðanakönnunar í Reykjavík, kemur í ljós að valdaflokkurinn missir sín völd. Roald Dahl hefði ekki getað skrifað þetta betur. "Sér grefur gröf"
Enda ef kjósendur lesa smáa letrið í fréttunum, "Þingflokksfundi Sjálfstæðismanna lokið, Guðlaugur gekk af fundi fyrstur manna, en ónafngreindur þingmaður lét eftir sér hafa"
" Við Sjálfstæðismenn setjum undir okkur hausinn og ráðumst gegn kjósendum um yfirráðin á þessu landi" HLUTI ER TÚLKUN HÖFUNDAR
Veslings framboðsflokkur Sjálfstæðismanna, ekki það að allir séu ómögulegir. En þeir sem eru fremstir, eða framarlega á listum, eyðileggja fyrir frambærilegum frambjóðendum. Þeir fremstu eiga það sameiginlegt að hafa starfað í Sjálfstæðisflokknum í gegnum óslitna valdatíð í næstum tvo áratugi. Sumir sem aðstoðarmenn og spunadoktorar ráðherra, aðrir sem hluti af klappliði sama folks. Þetta fólk á engan möguleika á að skilja að almenningur í landinu er búinn að fá nóg af þeim. Persónulega þeim. Þetta er fólk sem hefur litið á völd sem sjálfsagðan hlut, allt er gert í meirihluta, og endurskoðun er engin. Alþingi er bara afgreiðslustofnun fyrir hagsmuni meirihlutans. Þetta fólk gerir sér enga grein fyrir því að þau eru að eyðileggja lífsskoðun fjölda fólks í landinu. "Eðlilega Sjálfsstæðisstefnu og frjálshyggju" þar sem gildi "Litlu gulu hænunnar" eru viðhöfð. Þetta þurfa kjósendur Sjálfstæðisflokkins að borga fyrir vegna setu 3-5 persóna ofarlega á listum flokkssins. Og þar með útiloka ungt og efnilegt fólk frá stjórn landsins. SETJA UNDIR SIG HAUSINN og ráðast gegn kjósendum, hvílík fífl. En samt ekki,þetta lýsir bara hvað hefur verið í gangi á valdatíð flokksins.
Okkur vantar kannski Roald Dahl, kannski sem aðstoðarmann Evu Joly sem einnig er Norsk. Kannski er Valhöll nútímans Súkkulaðiverksmiðja Villy Wonka, kannski var Roald Dahl bara Valva Íslensks þjóðfélags. KANNSKI???
12.4.2009 | 14:11
Prósentur Framsóknar og teiknimyndaseríur!
Þar sem Baugsmiðlarnir eru farnir að bera út nýtt/gamalt málgagn Framsóknar verur manni litið í gegn um málatilbúnaðinn. Grein eftir Steingrím Hermannsson er angurvær og full af eftirsjá aldraðs manns, enda hefur hann beðið afsökunar á sínum misgjörðum áður. Kvótaframsalinu, sem hann viðurkenndi að væri það sem hann sæi mest eftir á stjórnmálaferli sínum. Gott og vel.
En teiknimyndaserían sem sett er fram um eina götu í þjóðfélaginu, leggur það fram sem staðreynd að 5 af hverjum 10 heimilum í þjoðfélagsgötunnu geti ekki borgað sínar skuldir!! 3 af hverjum 10 geti akkúrat borgað, fljóti naumlega framhjá gjaldþroti!! Og einungis 2 af hverjum 10 heimilum eigi einhvern fjárhagslegan afgang sem gæti orðið þjóðfélaginu til góða í kreppunni, smá þenslu og atvinnusköpun!!
Þetta er reyndar teiknimynd og það tjáningarform hefur í áranna rás verið notað til að tjá óraunverulega hluti. T.d. Mikka mús og Tomma og Jenna sem létu sig ekki tjá á raunverulegan hátt.
En prósenturnar eru skemmtilegar. Það virðist hefð fyrir prósentuframlögum frá Framsókn til kjósenda í nauð fyrir hverjar kosningar. Hver vill ekki fá úthlutað fjármunum, fyrir atkvæðið sitt. En kjósandi góður sem ert í neyð, athugaðu að Framsókn vill fá eitthvað fyrir sinn snúð. Fyrir hverja krónu sem þeir ætla að afskrifa af þér verður þú og afkomendur þínir að borga margfalt á næstu áratugum.
Við síðustu kosningar lofuðu Framsókn 90% lánum frá Íbúðalánasjóði. Þau voru fyrir 70%. Mismunurinn er 20% Þannig að þegar upp er staðið voru gefin viðbótarlán til þeirra sem minnst máttu sín um 20% til kaupa á hæfilegu húsnæði. Núna á ekki bara að afskrifa þessi 20% sem lánuð voru af Íbúðalánasjóði. Heldur líka af öllum sem höfðu aðgang að lánsfé sem þú kæri kjósandi ekki hafðir. Þetta fólk hafði oftast nær meiri menntun og möguleika en þú.
Nei kæri kjósandi, trúðu ekki þessu. Trúðu heldur að væntanleg Félagshyggjustjórn mun koma með úrræði fyrir þig eftir kosningar. Þetta af þeirri einföldu ástæðu að við hin höfum ekki efni á að þú og fjölskylda þín fari í hundana, eða flýjir land. Þú skalt aldrei trúa prósentureikningi Framsóknarmanna korter fyrir kosningar.
Gleymdu því ekki að það eru 100.000 fjölskyldur á Íslandi, það er algert hámark að 5.000 fjölskyldur þurfi verulega niðurfellingu á skuldum til að geta framfært sér og sínum. 50 - 60.000 fjölskyldur þurfa enga aðstoð. Og eiga því ekki að fá hana.
Aðstoð á að einbeita að ungum barnaheimilum sem hafa lent í hremmingum með annars raunsætt húsnæði og aðrar lágmarksfjárfestingar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2009 | 21:28
Fyrning á aflaheimildum, og afturhvarf frá Landnámi !
Nú þegar Samfylkingin hefur boðað endurheimtur á framsalsheimildum sem þeirra fólk og forkólfar komu á á sínum tíma. Eru allir sótraftar á sjó dregnir af Landnámsmönnunum í LÍÚ. Jú "LANDNÁMSMÖNNUNUM" vegna þess að fyrir nokkrum árum, kannski 2-5 árum síðan var sögð frétt frá lokum aðalfundar LÍÚ. Þar var sagt frá því að þekktur Útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hafi úr ræðustól, líkt yfirráðarétti eigenda Íslensks sjávarfangs við nútíma landnám. Eflaust var hann góðglaður, á góðra vina fundi. Og uppskorið ákaft lófaklapp og faðmlög frá jafningjum og vopnabræðrum. Þegar ég las þetta á sínum tíma, sá ég fyrir mér hvílík fyrring var í gangi á Landinu mínu. Mér var hugsað til Landnáms á Íslandi, en fann engar hliðstæður, þar sem enginn átti að hafa verið til staðar við það landnám. Landið hafi ekki beinlínis verið tekið frá neinum. En mér varð líka hugsað til annars Landnáms, sem ég kynntist fyrir 13 árum á óhugnanlega táknrænan hátt. Mér fannst þá að það landnám ætti betur við ásetning og hugarþel ræðumannsins en það Íslenska.
Árið 1996 var ég á siglingu fyrir utan Namibíu, á Namibísku Varðskipi. Ég hafði með höndum þjálfun ungra Stýrimannsefna og voru tvö þeirra á vakt með mér þennan dag. Við sigldum fram hjá stað sem heitir "Diaz Point" Það voru einungis nokkrir mánuðir frá því Namibía hlaut sjálfstæði og samtímis afnám Apartheit. Mig langaði að vita hvað byggi í hugum þessa unga fólks, sem var framtíð þessa unga lands. Spurði þau því, af hverju er Portúgalskt nafn á kennileitum á landinu ykkar. Börnin voru rétt um tvítugt, en bæði stúdentar úr stærðfræðideild og afburða námsmenn. Svarinu sem ég fékk, mun ég aldrei gleyma.
Pilturinn byrjaði, en hann átti erfitt um mál fyrir hlátursrokum og varð að útskýra fyrir mér með hléum. Jú "Batrholomew Diaz" var Porúgalskur skipstjóri sem tók land hér á "Diaz Point" fyrir ca. 500 árum. Hann var svo vitlaus að hann hélt að hann hafi fundið land sem hafi verið TÝNT. Týnt fyrir Guði og mönnum. Því reysti hann hér minnisvarða og færði þetta týnda land Guði og Portúgölskum konungi að gjöf. Hann fattaði ekki að hér bjuggu milljónir manns og höfðu gert í milljón ár. Landið okkar var aldrei týnt fyrir þeim.
Stúlkan bætti við að þessi kjáni hefði líka tekið land þúsund mílum norðar, við Kongófljót, þar sem nú er Angóla. Þar gerði hann það sama, fann týnt land. En svo jukust hlátrasköllin, hann hefði átt að ferðast 100 kílómetra inn í landið. Því þar hefði hann komið á stað sem vísindamenn væru í dag að sanna að væri upphaf mannkynsins. Fæðingarstaður EVU. En þessi kjáni spígsporaði um og hélt að hann hefði fundið eitthvað sem væri týnt Guði og mönnum.
Eftirleikinn þekkja allir, höfðingjar og stjórnendur þessara landa voru hvattir til og neyddir til að selja samlanda sína í ánauð af eftirmönnum Diaz. Það þarf enginn að efast um að ef einhvers mótþróa hafi gætt, hafi neytendur þess,þá nútíma þrælahalds,beitt álíka rökum fyrir framhaldinu.Og talsmenn LÍÚ frá Vestmannaeyjum gera í dag gegn afnámi á þeirra hagsmunum. Það myndi þýða endalok hagvaxtar, gjaldþrot banka og hungursneyð þjóðar þeirra. Þeir höfðu reyndar vopnavald í bakhöndinni ef rökin þrutu.
Er það ekki ánauð, ef ungt og hæfileikaríkt fólk verður að hrökklast frá heimalandi sínu til að geta séð sér og sínum farborða. Alveg eins og liðinna alda þrælahald var hagstjórnartæki, þeirra sem eignuðu sér allar þær auðlindir sem hægt var að láta greipar sópa um. Nú þegar ungar fjölskydur munu hrökklast úr landi af ánauð. Reyndar ekki sömu tegund af ánauð og Vestmannaeyingurinn hún Tyrkja Gudda, en ánauð samt. Og hversu margar stafsævir, hversu margra Tyrkja Gudda þarf til að endurgreiða og endurreisa vesældina sem m.a. Vestmannaeyja Landnámsklíkan á stóran þátt í að hafa leitt yfir okkur. Ungu Namibísku Stýrimannsefnin voru öfundsverð. Þau áttu feður og afa sem létu hendur standa fram úr ermum. Þeir fóru enga tuttugu ára fyrningarleið. Þeir endurheimtu sínar eignir með vopnavaldi og fórnum, afkomendum sínum til mikils sóma.
Í umræum dagsins um fyrningu ætti að hafa í huga að fiskveiðiheimildir hafa verið fyrndar (afskrifaðar) skattalega í mörg ár. Þetta er óskiljanlegt, því hvernig er hægt að afskrifa það sem ekki eyðist. Er t.d. hægt að afskrifa lóðir?Upplýsingar um samanlagðar afskriftir fjárfestinga í aflaheimildum hlýtur að vera hægt að nálgast hjá Skattyfirvöldum. Það kæmi mér ekki á óvart að allar veiðiheimildir á Íslandsmiðum hafi verið afskrifaðar bæði einu sinni og tvisvar á þeim tíma sem þetta hefur viðgengist. Hitt er öllu líklegra að verðmætin hafi stöðugt verið uppfærð, til að geta haldið topp veðsetningu fyrir lánum til nota í öðru braski.
Ég skora hér með á grúskara sem hafa kunnáttu og áhuga á að grafa upp úr annað hvort Morgunblaðinu eða fréttablaðinu. Grein sem skrifuð var í tilefni loka aðalfundar LÍÚ. Man ekki hvað það er langt síðan, kannski 2 ár kannski allt að 5 ár. Þar var vitnað í ummælin um Nútíma landnám frá ræðustól, við mikið lófaklapp fundarmanna. Ræðumaður er þekktur Útgerðarmaður í Vestmannaeyjum. Nú er samstarfsmaður hans að leggja á borð skýrslu endurskoðunarfyrirtækis, sem sér fyrir endalok Íslensku þjóðarinnar ef Landnáminu linnir.
25.2.2009 | 03:19
Gamli hrokinn gleymist ei
Það var hálf sorglegt að sjá Davíð í kvöld. Ekki það að hann færi halloka út úr viðureigninni, heldur stílinn sem hann notaði. Það er hægt að nýta sér það að hafa verið forsætisráðherra lengst af öllum og óneitanlega gefur það "pondus". Það er ekki fyrir hvaða spyril sem er að fást við slíkan klækjaref.
En það er margt sem hægt er að færa Davíð til tekna, þó að óneitanlega séu líka gjaldaliðir.
Ég man vel þegar fyrsta opinbera hneykslan á ofurlaunum varð til þess að Davíð tók út sína sparipeninga úr þá Búnaðarbankanum.
Ég man og trúi því 100% að Davíð hafi verið boðnar mútur, til að setja kíkirinn fyrir blinda augað í fjármálasukkinu, eins og margir hafa gert.
Ég las og trúði því að Davíð hafi verið veikur síðusta hluta stjórnarsetu sinnar sem Utanríkisráðherra. Meira að segja svo veikur að hann muni varla eftir því að hafa verið Utanríkisráðherra.
Ég trúi því líka að Davíð hafi varað ríkisstjórnina við yfirvofandi hamförum, frekar oftar en sjaldnar.
Ég trúi því að Davíð hafi haft ímugust á tveimur valdablokkum í íslensku viðskiftalífi, þ.e. S-hóp og Baugs-hóp. Enda hefur sýnt sig hvaða karaktera þessar blokkir hafa að geyma.
Ég trúi því að Davíð hafi átt undirlag og einhvern þátt í Baugsmálinu. Sem verður kannski stærsti skammarblettur á réttarfari í siðuðum löndum. Þar sem sekir menn sleppa við réttláta dóma í krafti málaþvælings með illa fengnum peningum.
Það sem ég hef hér talið færist á tekjuhlið Davíðs í mínu bókhaldi. Sem gerir niðurstöðuna einfalda. Maðurinn er gegnheiðarlegur, og vill bara vel.
Þegar kemur að gjaldahliðinni þá vandast málið. Hverjum er þetta allt að kenna.
Fyrir utan úthlutun án endurgjalds, á fiskveiðiheimildum á Íslandsmiðum. Sem vinstri menn bera ábyrgð á hefur Davíð verið uppáskrifandi arkitekt að þjóðfélaginu okkar sem er nú farið á hausinn.
Davíð ber ábyrgð á að hafa hleypt umboðslausum Framsóknarmönnum, með lágmark atkvæða á bak við sig, inn í mest áriðandi einkavæðingu sem þjóðfélagið hefur framkvæmt.
Davíð ber ábyrgð á að hafa lagt niður þjóðhagsstofnun, og þar með tæki þjóðarinnar til að fylgjast með og varðveita eigin hag.
Davíð ber ábyrgð á að stuðla að því að fjármálatilraunir manna eins og Hannesar Hólmsteins séu krítíklaust prófaðar á smáþjóð. Sem má næstum líkja við læknisfræðitilraunum á föngum í búðum Nasista. Að minsta kosti að því leiti að fórnarlömbin voru nánast varnarlaus.
Davíð hefur enn ekki skilgreint hina einstöku tilviljun að einmitt Kjartan Gunnarsson og Finnur Ingólfsson, bara alveg óvart urðu stórir eigendur að bönkunum sem þeir einkavæddu fyrir hans hönd og þjóðarinnar.
Davíð ber einnig ábyrgð á að orðið "frjálshyggja" eins og venjulegir borgaralegir kjósendur litu á sem sjálfsagða aðferð til að reisa samfélag á. Er orðið baneitrað og verður í langan tíma. Þetta atriði er kannski það versta við allt saman, og brautar gengi fyrir kommúnisma.
Þegar reikningskilin eru gerð upp, jú jú, góðir og slæmir. Heiðarleiki og trúfesta, en hvað verður framhaldið? Getur þú og vilt þú bæta úr þessu?
24.2.2009 | 13:25
Sendum hann í fyrsta sætið á biðlista eftir afplánun.....
Illugi gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjörinu í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2009 | 18:19
Dæmdur ohæfur til ad stjorna fyrirtækjum, en radinn af rikinu.
Um bloggið
Jens Guðmundur Jensson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar