Fyrning á aflaheimildum, og afturhvarf frá Landnámi !

Nú þegar Samfylkingin hefur boðað endurheimtur á framsalsheimildum sem þeirra fólk og forkólfar komu á á sínum tíma. Eru allir sótraftar á sjó dregnir af Landnámsmönnunum í LÍÚ. Jú "LANDNÁMSMÖNNUNUM" vegna þess að fyrir nokkrum árum, kannski 2-5 árum síðan var sögð frétt frá lokum aðalfundar LÍÚ. Þar var sagt frá því að þekktur Útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hafi úr ræðustól, líkt yfirráðarétti eigenda Íslensks sjávarfangs við nútíma landnám. Eflaust var hann góðglaður, á góðra vina fundi. Og uppskorið ákaft lófaklapp og faðmlög frá jafningjum og vopnabræðrum. Þegar ég las þetta á sínum tíma, sá ég fyrir mér hvílík fyrring var í gangi á Landinu mínu. Mér var hugsað til Landnáms á Íslandi, en fann engar hliðstæður, þar sem enginn átti að hafa verið til staðar við það landnám. Landið hafi ekki beinlínis verið tekið frá neinum. En mér varð líka hugsað til annars Landnáms, sem ég kynntist fyrir 13 árum á óhugnanlega táknrænan hátt. Mér fannst þá að það landnám ætti betur við ásetning og hugarþel ræðumannsins en það Íslenska.

Árið 1996 var ég á siglingu fyrir utan Namibíu, á Namibísku Varðskipi. Ég hafði með höndum þjálfun ungra Stýrimannsefna og voru tvö þeirra á vakt með mér þennan dag. Við sigldum fram hjá stað sem heitir "Diaz Point" Það voru einungis nokkrir mánuðir frá því Namibía hlaut sjálfstæði og samtímis afnám Apartheit. Mig langaði að vita hvað byggi í hugum þessa unga fólks, sem var framtíð þessa unga lands. Spurði þau því, af hverju er Portúgalskt nafn á kennileitum á landinu ykkar. Börnin voru rétt um tvítugt, en bæði stúdentar úr stærðfræðideild og afburða námsmenn. Svarinu sem ég fékk, mun ég aldrei gleyma.

Pilturinn byrjaði, en hann átti erfitt um mál fyrir hlátursrokum og varð að útskýra fyrir mér með hléum. Jú "Batrholomew Diaz" var Porúgalskur skipstjóri sem tók land hér á "Diaz Point" fyrir ca. 500 árum. Hann var svo vitlaus að hann hélt að hann hafi fundið land sem hafi verið TÝNT. Týnt fyrir Guði og mönnum. Því reysti hann hér minnisvarða og færði þetta týnda land Guði og Portúgölskum konungi að gjöf. Hann fattaði ekki að hér bjuggu milljónir manns og höfðu gert í milljón ár. Landið okkar var aldrei týnt fyrir þeim.

Stúlkan bætti við að þessi kjáni hefði líka tekið land þúsund mílum norðar, við Kongófljót, þar sem nú er Angóla. Þar gerði hann það sama, fann týnt land. En svo jukust hlátrasköllin, hann hefði átt að ferðast 100 kílómetra inn í landið. Því þar hefði hann komið á stað sem vísindamenn væru í dag að sanna að væri upphaf mannkynsins. Fæðingarstaður EVU. En þessi kjáni spígsporaði um og hélt að hann hefði fundið eitthvað sem væri týnt Guði og mönnum.

Eftirleikinn þekkja allir, höfðingjar og stjórnendur þessara landa voru hvattir til og neyddir til að selja samlanda sína í ánauð af eftirmönnum Diaz. Það þarf enginn að efast um að ef einhvers mótþróa hafi gætt, hafi neytendur þess,þá nútíma þrælahalds,beitt álíka rökum fyrir framhaldinu.Og talsmenn LÍÚ frá Vestmannaeyjum gera í dag gegn afnámi á þeirra hagsmunum. Það myndi þýða endalok hagvaxtar, gjaldþrot banka og hungursneyð þjóðar þeirra. Þeir höfðu reyndar vopnavald í bakhöndinni ef rökin þrutu.

Er það ekki ánauð, ef ungt og hæfileikaríkt fólk verður að hrökklast frá heimalandi sínu til að geta séð sér og sínum farborða. Alveg eins og liðinna alda þrælahald var hagstjórnartæki, þeirra sem eignuðu sér allar þær auðlindir sem hægt var að láta greipar sópa um. Nú þegar ungar fjölskydur munu hrökklast úr landi af ánauð. Reyndar ekki sömu tegund af ánauð og Vestmannaeyingurinn hún Tyrkja Gudda, en ánauð samt. Og hversu margar stafsævir, hversu margra Tyrkja Gudda þarf til að endurgreiða og endurreisa vesældina sem m.a. Vestmannaeyja Landnámsklíkan á stóran þátt í að hafa leitt yfir okkur. Ungu Namibísku Stýrimannsefnin voru öfundsverð. Þau áttu feður og afa sem létu hendur standa fram úr ermum. Þeir fóru enga tuttugu ára fyrningarleið. Þeir endurheimtu sínar eignir með vopnavaldi og fórnum, afkomendum sínum til mikils sóma.

Í umræum dagsins um fyrningu ætti að hafa í huga að fiskveiðiheimildir hafa verið fyrndar (afskrifaðar) skattalega í mörg ár. Þetta er óskiljanlegt, því hvernig er hægt að afskrifa það sem ekki eyðist. Er t.d. hægt að afskrifa lóðir?Upplýsingar um samanlagðar afskriftir fjárfestinga í aflaheimildum hlýtur að vera hægt að nálgast hjá Skattyfirvöldum. Það kæmi mér ekki á óvart að allar veiðiheimildir á Íslandsmiðum hafi verið afskrifaðar bæði einu sinni og tvisvar á þeim tíma sem þetta hefur viðgengist. Hitt er öllu líklegra að verðmætin hafi stöðugt verið uppfærð, til að geta haldið topp veðsetningu fyrir lánum til nota í öðru braski.

Ég skora hér með á grúskara sem hafa kunnáttu og áhuga á að grafa upp úr annað hvort Morgunblaðinu eða fréttablaðinu. Grein sem skrifuð var í tilefni loka aðalfundar LÍÚ. Man ekki hvað það er langt síðan, kannski 2 ár kannski allt að 5 ár. Þar var vitnað í ummælin um Nútíma landnám frá ræðustól, við mikið lófaklapp fundarmanna. Ræðumaður er þekktur Útgerðarmaður í Vestmannaeyjum. Nú er samstarfsmaður hans að leggja á borð skýrslu endurskoðunarfyrirtækis, sem sér fyrir endalok Íslensku þjóðarinnar ef Landnáminu linnir.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jens Guðmundur Jensson

Höfundur

Jens Guðmundur Jensson
Jens Guðmundur Jensson
Sæfari

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband