12.4.2009 | 14:11
Prósentur Framsóknar og teiknimyndaseríur!
Þar sem Baugsmiðlarnir eru farnir að bera út nýtt/gamalt málgagn Framsóknar verur manni litið í gegn um málatilbúnaðinn. Grein eftir Steingrím Hermannsson er angurvær og full af eftirsjá aldraðs manns, enda hefur hann beðið afsökunar á sínum misgjörðum áður. Kvótaframsalinu, sem hann viðurkenndi að væri það sem hann sæi mest eftir á stjórnmálaferli sínum. Gott og vel.
En teiknimyndaserían sem sett er fram um eina götu í þjóðfélaginu, leggur það fram sem staðreynd að 5 af hverjum 10 heimilum í þjoðfélagsgötunnu geti ekki borgað sínar skuldir!! 3 af hverjum 10 geti akkúrat borgað, fljóti naumlega framhjá gjaldþroti!! Og einungis 2 af hverjum 10 heimilum eigi einhvern fjárhagslegan afgang sem gæti orðið þjóðfélaginu til góða í kreppunni, smá þenslu og atvinnusköpun!!
Þetta er reyndar teiknimynd og það tjáningarform hefur í áranna rás verið notað til að tjá óraunverulega hluti. T.d. Mikka mús og Tomma og Jenna sem létu sig ekki tjá á raunverulegan hátt.
En prósenturnar eru skemmtilegar. Það virðist hefð fyrir prósentuframlögum frá Framsókn til kjósenda í nauð fyrir hverjar kosningar. Hver vill ekki fá úthlutað fjármunum, fyrir atkvæðið sitt. En kjósandi góður sem ert í neyð, athugaðu að Framsókn vill fá eitthvað fyrir sinn snúð. Fyrir hverja krónu sem þeir ætla að afskrifa af þér verður þú og afkomendur þínir að borga margfalt á næstu áratugum.
Við síðustu kosningar lofuðu Framsókn 90% lánum frá Íbúðalánasjóði. Þau voru fyrir 70%. Mismunurinn er 20% Þannig að þegar upp er staðið voru gefin viðbótarlán til þeirra sem minnst máttu sín um 20% til kaupa á hæfilegu húsnæði. Núna á ekki bara að afskrifa þessi 20% sem lánuð voru af Íbúðalánasjóði. Heldur líka af öllum sem höfðu aðgang að lánsfé sem þú kæri kjósandi ekki hafðir. Þetta fólk hafði oftast nær meiri menntun og möguleika en þú.
Nei kæri kjósandi, trúðu ekki þessu. Trúðu heldur að væntanleg Félagshyggjustjórn mun koma með úrræði fyrir þig eftir kosningar. Þetta af þeirri einföldu ástæðu að við hin höfum ekki efni á að þú og fjölskylda þín fari í hundana, eða flýjir land. Þú skalt aldrei trúa prósentureikningi Framsóknarmanna korter fyrir kosningar.
Gleymdu því ekki að það eru 100.000 fjölskyldur á Íslandi, það er algert hámark að 5.000 fjölskyldur þurfi verulega niðurfellingu á skuldum til að geta framfært sér og sínum. 50 - 60.000 fjölskyldur þurfa enga aðstoð. Og eiga því ekki að fá hana.
Aðstoð á að einbeita að ungum barnaheimilum sem hafa lent í hremmingum með annars raunsætt húsnæði og aðrar lágmarksfjárfestingar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:18 | Facebook
Um bloggið
Jens Guðmundur Jensson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.