Fyrst Björn B. síðan Einar K og ECONOMIST

Fyrir 2 dögum kom háttvirtur Dómsmálaráðherra með sprengjustaðhæfingu, þar sem hann gat haft eftir Economist að Íslenska kvótakerfið gæti bjargað Evrópu og jafnvel öllum heiminum. Hann lagði til vefslóð og las ég greinina. Við þetta vaknaði Sjávarútvegsráðherra og hefur nú lesið sömu greinina og leggur fram staðreyndir með stóru letri.

Ég las greinina líka, greinin hælir Íslenskri fiskveiðistjórn. Greinin hælir einnig þeim möguleika sem felst í að geta fært heimildir á milli skipa og útgerða. Þessu stjórntæki hefur engin Íslendingur svo mig minnir hallmælt.

Economist tekur enga afstöðu til beins eignarhalds á fiskveiðiheimildunum. Og ef blaða eða fræðimaður blaðsins hefur ekki upplýsingar um veðsetningu heimildanna, þá mun ég upplýsa hann um raunveruleikann.

En Einar getur ábyggilega sannfært sjálfan sig um að besta fiskveiðikerfi í heimi sé jafnframt skuldugast í heimi. Ekki skuldugt af fjárfestingarlánum í greininni, heldur af yfirveðsetningum á auðlind sem greinin fékk til afnota veðbanda og skuldlausa. Að Evrópuþjóðir velji að styrkja sinn sjávarútveg er pólitísk ákvörðun sem þeir hafa valið. Þeir þurfa þess ekkert.

Aldur fiskiskipa í Íslenska fiskveiðflotanum hefur aldrei verið hærri og meðaladur er nánast tvöfaldur á við þann Evrópska. En skuldir sjávarútvegs aldrei verið hærri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jens Guðmundur Jensson

Höfundur

Jens Guðmundur Jensson
Jens Guðmundur Jensson
Sæfari

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband