3.1.2009 | 23:19
G.Þ. Grafist á Þingvöllum
Einu sinni var gefið út blað á Íslandi sem hét Spegillinn, sem var sko ekki Baugsmiðill. Ritstjórinn hét Páll Skúlason. Þá var ung og fátæk Íslensk þjóð að sækja sér fullvedi og sjálfstæði. Ritstjórinn lagði þá til að framámenn þjóðarinnar fengju samhliða Fálkaorðu viðhengi við nafn sitt í þjóðskrá. G.Þ. Þetta þýddi "Grafist á Þingvöllum" sem virðingarvott.
Nú er sama þjóðin í öðrum sporum. Þannig að nú væri við hæfi að deila út viðhengjum við nöfn skaðvalda þjóðarinnar. Sting ég upp á G.u.Í Sem þá myndi lesast "Grafist utan Íslands" Nafnbótinni yrði úthlutað við hátíðlega athöfn, af forseta Íslands á Bessastöðum. Að viðstöddum fjölmiðlum.
Til að koma í veg fyrir framkvæmdavandamál væri verðugt verkefni fyrir Utanríkisráðherra að semja t.d. við Nígeríu um grafreit fyrir hina útvöldu, þar sem þeir myndu hvíla í passandi félagsskap.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.1.2009 kl. 01:30 | Facebook
Um bloggið
Jens Guðmundur Jensson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.