Hefði Hannes Hólmsteinn, verið stýrimaður hjá Davíð Oddsyni á Titanic hefðu báðir komist af og getað komið allri sökinni á ísjakann.

Nú þegar nálgast, "sannhedens öjeblik" Rannsóknarnefnd alþingis og Sérastakur saksóknari eru að finna sporin. Er allt sett í fullan gír í áróðrsstríðinu. Núna er Egill Helgason orðinn þjóðfélagsóvinur númer 1. Hann hefur sagt þetta á einhverjum degi og hitt á öðrum. En alla þessa daga sem Egill sagði eitthvað var hann ekki ábyrgðarmaður þjóðfélagsins, þannig að ekki er hægt að draga hann til ábyrgðar fyrir hvernig fór. Það sama er ekki hægt að segja um Davíð Oddson. Seðlabankastjóri getur ekki gefið yfirlýsingar í fjölmiðlum, þar sem hann gagnrýnir kjörin stjórnvöld. Hann getur bara mótmælt framvindu mála við stjórnvöld. Og ef þau sömu stjórnvöld ekki fara að ráðum hans getur hann sagt af sér. Þetta valdi hann ekki að gera.

Ég vildi óska þess að hann hefði gert það. Þá væri að öllum líkindum til borgaralegur, frjálslyndur hægri flokkur á Íslandi sem ég gæti kosið. Hugsanlega undir hans forystu. Ég veit að ég er ekki einn um þennan hugsanagang. Það voru hundruðir miðaldra Íslendinga sem voru i sömu sporum og ég síðustu kosningar.

En valið fór á annan veg, í staðinn fyrir að neita að taka þátt í vitleysunni sem frjálshyggjutilraunin á lífskjörum Íslandinga var að sýna sig. Velur Davíð Oddson að mótmæla hæversklega, með minnisblöð ein að vopni. Davíð vissi vel að annar Oddviti ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, Ingibjörg Sólrún, tæki ekki mark á neinu sem hann segði. Seðlabankastjóri eða ekki. Davíð átti þavi aðeins einn möguleika á að bjarga sínu mannorði frá miðju ári 2007. Það var að segja af sér. Hefði hann gert það, væri þjóðin gríðarlega betur sett í dag.

Það er sorglegt fyrir fólk sem hefur þá lífssýn að vilja hafa borgaralega ríkissyjórn að þurfa að sjá eftir stjórnmálamanni eins og Davíð Oddsyni. Ég sá hann sem ungur maður standani á kassa, á horni Lækjargötu, Bankastrætis, og Austurstrætis. Að biðja kjósendur um fylgi til að komast í Borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta tókst og hann varð síðar farsæll borgarstjóri Reykjavíkur.  Seinna sem formaður flokksins, og Forsætisráðherra.

En svo kemur Titanic. Og þar var það spurning um heiðursmenn. Ef Davíð hefði verið skipstjóri á Titanic, Hannes Hólmsteinn 1. stýrimaður og Kjartan Gunnarsson 2. stýrimaður. Hefðu þeir ekki allir komist af? Eg er jafn viss um það, og einnig viss um að þeir hefðu klárað að sannfæra sjóréttinn um að þetta væri allt ísjakanum að kenna. Og þeir sem báru skaða væru svo lítils virði að það þyrfti ekki að taka tillit til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jens Guðmundur Jensson

Höfundur

Jens Guðmundur Jensson
Jens Guðmundur Jensson
Sæfari

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband