Áfallahjálp fyrir bankastarfsmenn!!!

Ég hef stóra samúð með bankastarfsmönnum á gólfinu.

En þeir búa yfir vitneskju sem allir þurfa að vita. Hver fyrirskipaði hvað og hvenær. Hér er ekki hægt að sækja áfallahjálp og liggja á leyndarmálum. Allir sem liggja á leyndarmálum þurfa áfallahjálp.

Ég sigli erlendis, og hvatti konu mína til að flytja æfisparnað sinn yfir á 3 innlánsreikninga um áramótin 2007/2008. Þetta gerði hún, eða nokkurn veginn. Hún sagði mér að þetta væri gert.

En það var ekki gert, vegna þess að persónulegur ráðgjafi til heillar æfi gerði sér ferð heim +i eldhús til hennar, meðan ég var úti á sjó. Klukkan seks um kvöld, eftir vinnutíma, til að sannfæra hana um að hennar sparifé væri best borgið í peningamarkaðssjóði. Jafn öruggt og bankareikningur.

Ég ásaka ekki þessa konu, en ég vil vita hver gaf henni þessi fyrirmæli.

Það þýðir ekkert að sækja sér áfallahjálp þegar gengið er með slík leyndarmál.

En auðvitað eru BIRNUR í bönkunum sem hafa haft þetta fólk undir járnhælnum, en nú er tími að linni.

Minn gamli skólafélagi frá Núpi, Friðbertsson, segðu þínu fólki að segja sannleikann, þá náum við sannleikanum og félagsmenn þínir fá réttlatan frið. Við hin getum þá sótt til saka rétta sökudólga.

Annars hef ég ákveðið að sækja til saka, einkamál, fulltrúa í einum bankanna. Bara til að fá fram hver gaf henni fyrirmæli um ráðleggingar um sparifé konunnar minnar. Kosti hvað það kosta vill. Ég á bara í vandræðum með konuna, sem er full af vorkunnsemi, og lái ég henni ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jens Guðmundur Jensson

Höfundur

Jens Guðmundur Jensson
Jens Guðmundur Jensson
Sæfari

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband