Nú er að koma í ljós, betur og betur, með hverjum deginum. Alvarlegastu áhrif hrunsins og kreppunnar. Það er áhrifin á börnin okkar og barnabörn. Skóla, heilbrigðis og félagsmálafólk finnur áhrifin koma læðandi inn. Börnin finna ójafnvægi og óhamingju foreldra sinna, sum fá bein áhrif vegna efnamissis foreldranna. Jafnvel matarskort.
Allir tala um aðgerðir fyrir heimilin, jú þau eru nauðsynleg. En aðgerðir fyrir börnin eru lífsnauðsynleg.
Það þarf að þjappa börnunum saman, upplýsa þau um ástandið. Fá þau til að taka þátt í uppbyggingunni, með samstöðu og félagsanda.
Það á að taka upp ókeypis skólamáltiðir, fyrir alla. Það á að hvetja foreldra sem ekki skerðast í efnahag vegna hrunsins, til líka að senda sín börn svöng í skólann. Það á að koma á skólabúningakerfi um allt land. Það á að hvetja börnin til að láta sig varða um hvert annað, eins og þau séu liðsmenn í sama keppnisliði. Þetta hefur ekki verið gert á Íslandi áður, en, í Laugarnesskóla var sunginn morgunsöngur. Seinna heyrði ég ástæðuna, það skapaði samstöðu og samheldni milli barnanna og dró úr einelti og mismunun.
Samhliða á að stórefla, markvisst, allt uppbyggjandi og samstöðuskapandi æskulýðsstarf. Virkja Skáta, KFUM/K, Íþróttahreyfingarnar, og öll önnur tækifæri til að skapa samheldni og liðsanda hjá ungu kynslóðinni. Meira að segja að ganga svo langt að ráða atvinnulausa til starfa við tómstundir barna og unglinga. Þau eru okkar stærstu verðmæti.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jens Guðmundur Jensson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.