28.4.2009 | 21:21
Meðferð á óhreinu ballestarvatni í XD
Ég vil nú beina máli mínu til Bjarna Benediktssonar, i föðurlegum ráðleggingartón. Allt að 27% útstrikanir, er allt of mikið til að líta framhjá.
Bjarni minn, það gerist endrum og eins að við lendum í að fá inn í ballestartanka á skipum, mengað eða skítugt ballestarvatn. Þá er það viðtekin venja og góð sjómennska að nota fyrsta hentuga, og löglega tækifæri til að dæla því út. Og samtímis að taka inn aftur hreint vatn. Þetta er gert þannig að Skipstjórinn, kallar fyrir sig Yfirvélstjórann og gefur honum fyrirmæli um verkið, stað og stund.
Ég held að það sé lítill munur á þessum verkum og þeirri hreingerningavinnu sem nú bíður þín, nema þú viljir láta flokkinn leysast algerlega upp. Kallaðu fyrir þig útstrikunarkóngana og biddu þá vinsamlegast um að yfirgefa skútuna. Ef þeir ekki fást til þess, sjáðu til þess að þeir geri það.
Við Stýrimannaskólann var kennd bók sem bar heitið "Forysta" annað hvort skrifuð, þýdd, eða endursögð, af Garðari Pálssyni fyrrverandi Skipherra og dyggum Sjálfstæðismanni. Þar stóð orðrétt.
"Sérhver yfirmaður sem vill ná árangri í starfi, verur að hafa siðferðilegt þrek til að geta útilokað óhæfa undirmenn." Þó svo tímarnir séu aðrir hefur þetta ekkert breyst.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jens Guðmundur Jensson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.