27.4.2009 | 11:19
Hvað eru kosningar? Aðildarviðræður þurfa ekki löglegar kosningar.
Þjóð sem getur gefið upp til skatts á rafrænan hátt, getur ekki átt í vandræðum með að kanna hug sinn til aðildarviðræðna. Nægilega löglega til að það sé marktækt. Nota til dæmis kerfi Skattstofunnar.
Nú keppast allir um að skýra úrslit kosninganna. ESB vann, segja ESB sinnar. Þetta þarf ekki að vera rétt, og er að öllum líkindum ekki rétt. Á Íslandi fór fram uppgjör eftir stærsta efnahags og sjálfsvirðingarhrun lýðveldisins. Kjörklefinn var aftökustaður þeirra stjórnmálamanna sem kjósendur töldu að bæru ábyrgð. Í sama kjörklefa fengu nýir þingmenn, traust til, "fyrst og fremst" að sækja til ábyrgðar þá sem ábyrgð bera, tryggja hag þeirra sem þurfa á aðstoð að halda af þessum völdum. Og byggja nýtt velferðarþjóðfélag á rústunum. Þetta tel ég að hafi verið kosið um, ekki ESB.
Það er því nánast ótrúlegt að þeir tveir flokkar sem tóku við stjórnartaumunum fyrir ca. 80 dögum. Og fengu brautargengi nú, geti leyft sér að láta möguleikann á mannlegri velferðarstjórn, renna sér úr greipum. Þessi stjórn hefur unnið vel saman og á að halda því áfram.
Fariði nú milliveginn, haldið NÆGILEGA löglegar kosningar um málið, og það í hvelli. Ef meirihlutinn vill, nú þá verður farið í aðildarviðræður. Það verður hvort eð er kosið um aðildina á grundvelli skilmálanna sem við náum fram. Endilega samt að kanna viðhorf þjóðarinnar fyrst, engin ástæða til að draga Evrópusambandið á asnaeyrum ef þjóðin er í grundvallaratriðum á móti.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jens Guðmundur Jensson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.