14.4.2009 | 21:17
Roald Dahl-Óvænt endalok, eða Makleg Málagjöld
Margir sem eru komnir til ára sinna þekkja "Makleg málagjöld" Er Sjálfstæðisflokkurinn núna að upplifa þau. Roald Dahl skrifaði sínar eftirminnanlegu sögur, um maklega málagjöld á eftirminnanlegan hátt. Þar voru "ingrediensar" hroki, illgirni, valdafísn, og misbetiing valds." En endirinn var alltaf góður, "Óvænt Endalok, Makleg Málagjöld."
Roald Dahl var Norskur, en þjónaði sem orustuflugmaður í Royal Air Force í seinni heimstyrjöld. Hann þurfti að flýja, eftir sigur Rommels í Norður Afríku, með flugsveit sína , suður Afríku, til Cape Town. Hann hefur skrifað fjölda smásagna og skáldverka á borð við, Matthilda og Súkkulaðiverksmiðjan, með Villy Wonka. Hann var þekktur á Íslandi, sérstaklega í gegn um sjónvarp fyrir þætti sína "óvænt endalok"
Þessir þættir koma upp í huga mínum núna, þegar nýjustu skoðanakannanir úr Reykjavík eru birtar. Innihaldið í sögum Dahls var jafnan að "hroki, illgirni, misbeiting valds" varð að víkja fyrir sannleikanum og réttlætinu. Endirinn var alltaf góður.
Þegar að horft er á niðurstöður skoðanakönnunar í Reykjavík, kemur í ljós að valdaflokkurinn missir sín völd. Roald Dahl hefði ekki getað skrifað þetta betur. "Sér grefur gröf"
Enda ef kjósendur lesa smáa letrið í fréttunum, "Þingflokksfundi Sjálfstæðismanna lokið, Guðlaugur gekk af fundi fyrstur manna, en ónafngreindur þingmaður lét eftir sér hafa"
" Við Sjálfstæðismenn setjum undir okkur hausinn og ráðumst gegn kjósendum um yfirráðin á þessu landi" HLUTI ER TÚLKUN HÖFUNDAR
Veslings framboðsflokkur Sjálfstæðismanna, ekki það að allir séu ómögulegir. En þeir sem eru fremstir, eða framarlega á listum, eyðileggja fyrir frambærilegum frambjóðendum. Þeir fremstu eiga það sameiginlegt að hafa starfað í Sjálfstæðisflokknum í gegnum óslitna valdatíð í næstum tvo áratugi. Sumir sem aðstoðarmenn og spunadoktorar ráðherra, aðrir sem hluti af klappliði sama folks. Þetta fólk á engan möguleika á að skilja að almenningur í landinu er búinn að fá nóg af þeim. Persónulega þeim. Þetta er fólk sem hefur litið á völd sem sjálfsagðan hlut, allt er gert í meirihluta, og endurskoðun er engin. Alþingi er bara afgreiðslustofnun fyrir hagsmuni meirihlutans. Þetta fólk gerir sér enga grein fyrir því að þau eru að eyðileggja lífsskoðun fjölda fólks í landinu. "Eðlilega Sjálfsstæðisstefnu og frjálshyggju" þar sem gildi "Litlu gulu hænunnar" eru viðhöfð. Þetta þurfa kjósendur Sjálfstæðisflokkins að borga fyrir vegna setu 3-5 persóna ofarlega á listum flokkssins. Og þar með útiloka ungt og efnilegt fólk frá stjórn landsins. SETJA UNDIR SIG HAUSINN og ráðast gegn kjósendum, hvílík fífl. En samt ekki,þetta lýsir bara hvað hefur verið í gangi á valdatíð flokksins.
Okkur vantar kannski Roald Dahl, kannski sem aðstoðarmann Evu Joly sem einnig er Norsk. Kannski er Valhöll nútímans Súkkulaðiverksmiðja Villy Wonka, kannski var Roald Dahl bara Valva Íslensks þjóðfélags. KANNSKI???
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jens Guðmundur Jensson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.