25.2.2009 | 03:19
Gamli hrokinn gleymist ei
Það var hálf sorglegt að sjá Davíð í kvöld. Ekki það að hann færi halloka út úr viðureigninni, heldur stílinn sem hann notaði. Það er hægt að nýta sér það að hafa verið forsætisráðherra lengst af öllum og óneitanlega gefur það "pondus". Það er ekki fyrir hvaða spyril sem er að fást við slíkan klækjaref.
En það er margt sem hægt er að færa Davíð til tekna, þó að óneitanlega séu líka gjaldaliðir.
Ég man vel þegar fyrsta opinbera hneykslan á ofurlaunum varð til þess að Davíð tók út sína sparipeninga úr þá Búnaðarbankanum.
Ég man og trúi því 100% að Davíð hafi verið boðnar mútur, til að setja kíkirinn fyrir blinda augað í fjármálasukkinu, eins og margir hafa gert.
Ég las og trúði því að Davíð hafi verið veikur síðusta hluta stjórnarsetu sinnar sem Utanríkisráðherra. Meira að segja svo veikur að hann muni varla eftir því að hafa verið Utanríkisráðherra.
Ég trúi því líka að Davíð hafi varað ríkisstjórnina við yfirvofandi hamförum, frekar oftar en sjaldnar.
Ég trúi því að Davíð hafi haft ímugust á tveimur valdablokkum í íslensku viðskiftalífi, þ.e. S-hóp og Baugs-hóp. Enda hefur sýnt sig hvaða karaktera þessar blokkir hafa að geyma.
Ég trúi því að Davíð hafi átt undirlag og einhvern þátt í Baugsmálinu. Sem verður kannski stærsti skammarblettur á réttarfari í siðuðum löndum. Þar sem sekir menn sleppa við réttláta dóma í krafti málaþvælings með illa fengnum peningum.
Það sem ég hef hér talið færist á tekjuhlið Davíðs í mínu bókhaldi. Sem gerir niðurstöðuna einfalda. Maðurinn er gegnheiðarlegur, og vill bara vel.
Þegar kemur að gjaldahliðinni þá vandast málið. Hverjum er þetta allt að kenna.
Fyrir utan úthlutun án endurgjalds, á fiskveiðiheimildum á Íslandsmiðum. Sem vinstri menn bera ábyrgð á hefur Davíð verið uppáskrifandi arkitekt að þjóðfélaginu okkar sem er nú farið á hausinn.
Davíð ber ábyrgð á að hafa hleypt umboðslausum Framsóknarmönnum, með lágmark atkvæða á bak við sig, inn í mest áriðandi einkavæðingu sem þjóðfélagið hefur framkvæmt.
Davíð ber ábyrgð á að hafa lagt niður þjóðhagsstofnun, og þar með tæki þjóðarinnar til að fylgjast með og varðveita eigin hag.
Davíð ber ábyrgð á að stuðla að því að fjármálatilraunir manna eins og Hannesar Hólmsteins séu krítíklaust prófaðar á smáþjóð. Sem má næstum líkja við læknisfræðitilraunum á föngum í búðum Nasista. Að minsta kosti að því leiti að fórnarlömbin voru nánast varnarlaus.
Davíð hefur enn ekki skilgreint hina einstöku tilviljun að einmitt Kjartan Gunnarsson og Finnur Ingólfsson, bara alveg óvart urðu stórir eigendur að bönkunum sem þeir einkavæddu fyrir hans hönd og þjóðarinnar.
Davíð ber einnig ábyrgð á að orðið "frjálshyggja" eins og venjulegir borgaralegir kjósendur litu á sem sjálfsagða aðferð til að reisa samfélag á. Er orðið baneitrað og verður í langan tíma. Þetta atriði er kannski það versta við allt saman, og brautar gengi fyrir kommúnisma.
Þegar reikningskilin eru gerð upp, jú jú, góðir og slæmir. Heiðarleiki og trúfesta, en hvað verður framhaldið? Getur þú og vilt þú bæta úr þessu?
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Jens Guðmundur Jensson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svakalega er þetta flottur og sannur pistill. Ætli sagan verði svo ekki að dæma hvort niðurstaðan er núll, mínus eða plús fyrir þennan hrokafulla og heiftuga mann, sem á sama tíma er trúlega með 'heiðarlegri' mönnum.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.2.2009 kl. 07:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.