7.1.2009 | 18:19
Elsku kæri heilbrigisráðherra
Hefur þú ekki heyrt söguna af litla Skotastráknum, sem kom móður og másandi, yfir sig stoltur, heim til pabba síns. Pabbi pabbi ég sparaði 5 kall, ég hljóp á eftir strætó alla leiðina heim úr skólanum. Pabbinn svaraði "Ansans kjáninn þinn, þú hefðir átt að hlaupa á eftir leigubíl og spara 50 kall.
En heilbrigðisráðherra er til vorkunnar að hann er líka ungur. En þeir sem eru eldri vita að best rekna Heilbrigðisstofnun á Ísland EVER var St.Jósefsspítali, Landakot og Hafnarfjörður. Svo ef þú vilt spara 50 kall í staðinn fyrir 5 kall, hafðu samband við St. Jósefsregluna eða einhvarja tilsvarandi reglu og biddu um rekstur á allri Heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Alla stjórnun frá Heilbrigðisráðherra og niður úr.
Þar var sko sparað í stjórnun og yfirbyggingu, en læknar voru samt svo hátt launaðir að færri komust að en vildu.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:41 | Facebook
Um bloggið
Jens Guðmundur Jensson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.