Færsluflokkur: Dægurmál
28.9.2010 | 15:41
Dómarasæti ????
Það er nánast átakanlegt að jafn reyndur maður, á þessu sviði, og Árni Johnsen skuli ruglast svona í ríminu. Það er einmitt það sem þingheimur á að gera að setjast ekki í dómarasætið. En vísa málinu til dóms á réttum vettvangi. Dómarar dæma sekt og sýknu. En hér vill Árni og allir hans samflokksmenn og aðrir vitorðsmenn í Samfylkingunni útdeili sýknu, án þess að réttarhöld fari fram.
Hvort er betra að dæma sekt án dóms og laga eða dæma sýknu án dóms og laga???
Þingmenn geta ekki sett sig í dómarasæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2010 | 17:13
Einelti, verður barnaníð næsta vopnið í varnarbaráttunni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2010 | 15:35
Hannes Hólmsteinn og Arion
Mikið vildi ég að Hannes Hólmsteinn og ég værum samherjar. Annar eins yndislegur penni og maðurinn getur verið. Þetta meina ég af fyllstu alvöru. Þó svo að ég saki hann um að hafa stolið frá mér allri minni réttsýni og skoðunum um lífið og tilveruna. Skilið mig eftir án þess að geta tjáð mína skoðun í stjórnmálum, alla vega í kjörklefanum. Þó vildi ég óska þess að við værum samherjar. Ég myndi vilja deila upp embætti sérstaks saksóknara í tvennt. Mál sem innihalda "hugtökin" Sjálfstæðisflokkur, Frjálshyggja, Davíð Oddson og Kjartan Gunnarsson væri haldið til hliðar. Önnur mál er varða réttlæti yrðu fengin Hannesi Hólmsteini, sem saksóknara, dómara og böðli. Þetta meina ég af hjartans einlægni. Það er hryllileg tilhugsun að jafn hæfileikaríkur maður og Hannes Hólmsteinn geti ekki haft áhrif á gang mála í okkar spillta umhverfi, af réttlæti og heiðarleika. En það er eins og, ef, hugtökin fjögur, eru til staðar fari öll dómgreind Hannesar í frí.
Elsku Hannes, haltu áfram að gera það sem þú gerir vel.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2009 | 20:31
Iceland Express á heiður skilinn.
Í morgun varð ég vitni að einni flottustu ákvörðun sem ég hef séð lengi. Við hjónin vorum á leiðinni frá Odense til Kastrup, heim í jólafrí. En, en, jólakortaveður í Odense er ekki bara smámunir. Það kyngdi niður gríðarlegum snjó sem náði upp í miðja kálfa. Engir leigubílar, og við þurftum að ganga á lestarstöðina,hraðlestin 3 tímum og 15 mínútum of sein til Kastrup. Svona var morgunninn um nánast alla mið og suður Danmörku. Við höfðum fengið viðvörunar SMS um aukna traffik, vegna Loftslagsráðstefnunnar og vorum því tímanlega úti. En það gekk illa og enginn gat séð fyrir hvort við næðum fluginu, kl. 11:55 í morgun. Í símanum fékk ég að vita að ef við næðum ekki væri 1 sæti laust á hádegi á morgun og annað annað kvöld. En miðarnir í morgun yrðu ónýtir. Við náðum með 15 mínútur í plús, eftir 5 klst. lestarferð sem vanalega tekur 1 tíma og 50 mínútur.
En þegar að útkalli kom var brottför frestað í 2 tíma. Tveggja tíma seinkun kostar mikla peninga fyrir flugfélagið. En hvað var til ráða, kannski bara helmingur af farþegunum hafði komist tímanlega á flugvöllinn. Hverjir voru eftir? Jú barnafjölskyldurnar, námsmenn með ung börn. Hvað hefði gerst ef klókir starfsmenn Iceland Express hefðu ekki tekið réttu ákvörðunina. Gríðarlegt fjárhagslegt tjón fyrir viðskiftavinina, mjög líklega þá sem minnst hafa. Jafnvel eyðilegging á jólahelgi og að minnsta kosti ef málin hefðu reddast blönk jól. Pirruð og þreitt lítil börn, eftir að hafa hangið í járnbrautarlest, og síðan ekki komist leiðar sinnar vegna þess að flugvélin var farin.
Ég hef oft verið pirraður yfir seinkunum, en í þetta sinn og þegar ég sá samsetninguna af farþegunum. Langt síðan ég hef séð eins mörg ung börn í einni flugvél. Rétti ég stóran honnör til þeirra starfsmanna Iceland Express sem að þessari ákvörðun komu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2009 | 09:45
Jólakortaveður í Odense
Jólakortaveður er yndisleg upplifun. Í morgun vaknaði ég við jólakortaveður. Eplatréð í garðinum, grenið og öspin eru þakin snjó. Snjórinn fellur lóðrétt, það er enginn vindur. Hekkin eru þakin snjó. Að vera einn í eldhúsinu, á nærbuxunum einum fata og horfa á dýrðina vekur upp minningar. Ég man jólin 1969 um borð í Júpiter, við hífðum inn trollið klukkan sex á aðfangadagskvöld. Sumum fannst þetta óþarfi, en Finn kokk fannst þetta ábyggilega praktískt. Það hafði verið vont veður en var orðið vindlaust, en þung undiralda. Snjórinn féll lóðrétt. Klukkan hálfsjö, kom stýrimannsvaktin að leysa af, eftir að hafa borðað jólamatinn. Hjörtur Bjarna, stýrimaður, raulaði heims um ból, þegar hann vippaði sér inn á spilgrindina. Ég afhenti litla gilsinn Ásgeiri sem leysti mig af. Dagvaktin fór inn að borða jólamatinn sem Finnur kokkur og Tóti Mey annar kokkur höfðu lagt mikla vinnu í. Kallinn, Markús skipstjóri, kom niður og óskaði gleðilegra jóla.
Önnur jól man ég jafnvel, það var reyndar Þorláksmessa. Ég var á leiðinni heim til Bodö frá Lofoten, þar sem ég vann. Börnin mín þrjú biðu eftir pabba sínum. Ég hafði unnið af mér nokkra frídaga, og gat tekið fyrstu ferju á Þorláksmessumorgun. Ég keyrði minn græna Volvo 245 og það var að minnsta kosti 25 stiga frost. Í birtingu sá ég hverju ég var að keyra framhjá. Ég var að keyra í jólakorti. Ég stoppaði bílinn og fór út. Hafði keypt kaffi á termos í ferjunni og setti termosinn á húddið og drakk kaffið úr lokinu. Ég man alltaf hvað marraði undir fótunum á mér. +Iiskristallarnir á trjánum og niðurinn í ísilagðri ánni neðan undir voru dáleiðandi. Ég þurfti að taka mér tak til að komast inn í bílinn aftur og halda áfram heim.
En núna hlakka ég til. Í fyrramálið tek ég lestina til Köben. Og á morgun mun ég sofa í rúminu mínu á Hjarðarhaga. Vakna við kirkjuklukkurnar í Neskirkju. Hitta börn og barnabörn. Vera við messu í Neskirkju á aðfangadagskvöld og ganga heim í steikina sem bíður í ofninum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2009 | 20:46
Hannes Hólmsteinn og Trú, Von, og Kærleikur
Trú, von og kærleikur hafa gjarnan verið tengd saman um hluti eða áhrif sem við manneskjur getum ekki tengt við raunveruleikann. Hannes Hólmsteinn hefur upp á síðkastið ritað greinar um sinn þátt, sem bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands, og þátt Davíðs Oddsonar í töpum sama banka á viðskiftum við einkabanka landsmanna. Sömu einkabanka og þeir sjálfir ákvörðuðu eignarhald á, fyrir hönd landsmanna. Í skrifum Hannesar hólmsteins ber mikið á orðunum VON, gjarnan notað tvisvar í sömu setningu. Einnig á viðkvæðinu "AÐ VERA VITUR EFTIR Á" Ef við byrjum á að vera vitur eftir á vil ég gjarnan segja litla sögu. Þegar sonur minn var 2ja ára var hann með ofuráhuga á eldavél móður sinnar, svo mikinn að hann gat ekki haldið höndunum af eldavélinni. Auðvitað brenndi hann sig illilega á hægri hendinni. Um þetta var búið og barnið greri sára sinna. U.þ.b. mánuði seinna endurtók sagan sig, nema þá brenndi hann sig á vinstri hendinni. með undrunarsvip uppgötvaði hann að hellan var jafnheit sama hvora hendina hann lagði á hana. Ég er viss um að hefði hann haft þrjár hendur hefði sagan endurtekið sig einu sinni enn. En það varð manneskja út úr honum, hann er 1. stýrimaður á einu stærasta ,nýjasta og hraðskreiðasta farþegaskipi Noregs.
En þegar hann gerði sínar uppgötvanir á eldavél móður sinnar var hann ekki háskólaprófessor. En hann uppgötvaði svo sannarlega hvað það hefur í för með sér að vera vitur eftir á. Ergo væri þá ekki Íslensku þjóðinni jafnhollt að láta smábörn fara með svona 300 milljarða hagsmuni, á kostnað skattgreiðanda, sem gætu svo sagt, ó, ó, ég vonaði að þetta færi ekki svona.
Hvað varðar trú, von og kærleika, sem Hannes Hólmsteinn hefur nú tekið í sitt málfar, þá man ég ekki eftir að hann hafi notað þau hugtök í sínum skrifum síðustu ár. Ekki nema Hannes Hólmsteinn sé genginn í lið með Forseta Lýðveldisins og byrji að spenna greipar fyrir framan sjónvarpsmyndavélar í beinni útsendingu til þjóðarinnar. Og ákalla æðri máttarvöld í nafni vonar og trúar um skilning á afglöpum sínum og þeirra sem hann reynir nú að vernda. Það er ekki langt síðan að hann lýsti stolti yfir að hafa fengið að vera samstarfsmaður og samferðarmaður Davíðs og Kjartans Gunnarssonar, eins og frasi úr minningargrein. En hvað eiga þessir samferðamenn Hannesar Hólmsteins sameiginlegt? Jú báðir stjórnuðu banka, Hannes Hólmsteinn reyndar líka sem aðstoðarmaður annars þeirra. Jú þessir tveir bankar skildu eftir sig 600 milljarða skuldir á herðum landsmanna, ca 300 milljarða hver.
Hverjir standa á bak við. Jú þeir sem einkavæddu bankana, þeir voru jú í Þjóðareigu. Kjartan Gunnarson og Finnur Ingólfsson voru handvaldir til að stýra ferlinu. Báðir enduðu sem afgerandi eigendur bankanna. Fyrrverandi Seðlabankastjóri, Finnur Ingólfsson, flutti sig um set. Og Davíð Oddson tók við, reyndar með stuttri setu Jóns Sigurðssonar, sem átti að verða arftaki Halldórs Ásgrímssonar.
En núna til að bjarga skinni átrúnaðargoða og velgjörðarmanna sinna finnur reynslulausi prófessorinn, sem virðist aldrei hafa brennt sig á eldavélarhellu, upp á því að kalla unga fræðimenn fyrir "HROKAFULLA". Þeir koma líka utanlands frá, gjarnan vestan um haf, og kunna því engin skil á okkar aðstæðum. Þaðan af síður hafa þeir tengsl sem geta fært þeim frama umfram eigin verðleika. Ergo afskrifa þá sem hrokagikki sem eru bara vitrir eftirá. En Hannes Hólmsteinn ætti að fríska upp á minni okkar landsmanna þegar hann var fræðimaður og óumdeildur bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslenska Lýðveldisins. Hannes Hólmsteinn fór líka í Vesturveg. Þar lýsti Hannes Hólmsteinn yfir að erlendar bankastofnanir og aðrir fjármögnunaraðilar þyrftu ekki að óttast að lána Íslenskum bönkum og fjármálastofnunum fé. Sjávarútvegsauðlindin væri orðin veðsetjanleg og framseljanleg og stæði að baki sem veð. Einnig fullyrtir Hannes Hólmsteinn að Lífeyrissjóðir landsmanna stæðu einhuga á bak við hina Íslensku einkavæddu banka.
Ég veit ekki hvað þú Hannes Hólmsteinn hefur lært. En einn kafli í bókinni ber nafnið: "HVENÆR Á AÐ HÆTTA AÐ KASTA GÓÐUM PENINGUM Á EFTIR SLÆMUM" Svarið er "SEM FYRST" og það verður ekki giskað á hvenær , hvorki með Trú, Von, eða Kærleika. Þeir sem bera ábyrgð eiga að vita hvenær. Og þeir sem hafa laun sín af því að kenna ungu fólki í Háskóla landsins geta ekki kennt að það dugi "að vera vitur eftir á"
Tugir manna, virtra manna innanlands og utan höfðu varað við því sem var að gerast. Má þar meðal annars nefna Ragnar Önundarson. En hér kemur kjarni málsins. "TRÚ, og VON" er notuð sem afsökun. En þessi sama trú og von var notuð sem "hálmstrá" til að lengja í dauðadæmdri fjármálastefnu, sem þú Hannes Hólmsteinn áttir drjúgan þátt í að skapa og framfylgja. Núna reynir þú að heimfæra þetta hálmstrá "VON" upp á fornarlömbin, þ.e.a.s. þjóðina.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.11.2009 | 19:41
Er orðinn edrú. Eða næstum því.
Langar að benda blog-lesendum á síður, Ólínu og Niels Ársælsonar. Vildi óska þess að þau væru í sama flokk, í pólitík. Sama flokknum og Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar veittu forstöðu, áður en Bjargvættur þjóðarinnar fann sitt pláss. Ólína virðist vera að fatta málið, Níels skilur það frá blautu barnsbeini. En málið þarf bæði á Ólinu og Níels að halda. Vegna þess að málið er meira virði en þau bæði tvö. Málið er í raun meira virði en allt Alþingi Íslendinga, það er ógeðslegt í allri sinni mynd. Þeir sem hafa hugrekki til að berjast fyrir réttlæti eiga virðingu skilið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2009 | 22:46
Er faktisk blindfullur
En langar að skrifa um Stormsker og ISG ásamt DO
Fávitasakapurinn er ótrúlegur. DO er stærsti leiðtogi sem Íslenska þjóðin hefur haft frá lýðveldisstofnun.
En DO gaf öll völd í landinu til Halldórs Ásgrímssonar sem var á hangandi hárinu að ná kjöri í höfuðborginni.
Þannig að ef þú er valinn til ábyrgðarstarfa getur þú látið þau i hendur þeirrrasem ekki njóta traust samkvæmt kosningum.
Eru þetta ekki landráð. Persóna sem er valin af þjóðinni með afgerandi meirihluta,bara réttir manni sem ekki nýtur neins trausta þjóðarinnar í koningum er bara gerður að forætisráðherra fyrir atkvæði fólks sem hefði aldrei yfir gröf og dauða kosið þennan mann.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 17:01
Áfallahjálp fyrir bankastarfsmenn!!!
Ég hef stóra samúð með bankastarfsmönnum á gólfinu.
En þeir búa yfir vitneskju sem allir þurfa að vita. Hver fyrirskipaði hvað og hvenær. Hér er ekki hægt að sækja áfallahjálp og liggja á leyndarmálum. Allir sem liggja á leyndarmálum þurfa áfallahjálp.
Ég sigli erlendis, og hvatti konu mína til að flytja æfisparnað sinn yfir á 3 innlánsreikninga um áramótin 2007/2008. Þetta gerði hún, eða nokkurn veginn. Hún sagði mér að þetta væri gert.
En það var ekki gert, vegna þess að persónulegur ráðgjafi til heillar æfi gerði sér ferð heim +i eldhús til hennar, meðan ég var úti á sjó. Klukkan seks um kvöld, eftir vinnutíma, til að sannfæra hana um að hennar sparifé væri best borgið í peningamarkaðssjóði. Jafn öruggt og bankareikningur.
Ég ásaka ekki þessa konu, en ég vil vita hver gaf henni þessi fyrirmæli.
Það þýðir ekkert að sækja sér áfallahjálp þegar gengið er með slík leyndarmál.
En auðvitað eru BIRNUR í bönkunum sem hafa haft þetta fólk undir járnhælnum, en nú er tími að linni.
Minn gamli skólafélagi frá Núpi, Friðbertsson, segðu þínu fólki að segja sannleikann, þá náum við sannleikanum og félagsmenn þínir fá réttlatan frið. Við hin getum þá sótt til saka rétta sökudólga.
Annars hef ég ákveðið að sækja til saka, einkamál, fulltrúa í einum bankanna. Bara til að fá fram hver gaf henni fyrirmæli um ráðleggingar um sparifé konunnar minnar. Kosti hvað það kosta vill. Ég á bara í vandræðum með konuna, sem er full af vorkunnsemi, og lái ég henni ekki.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 15:01
Gott og Vel
Það er gott og vel og ósanngjarnt að nokkurnvegin saklaust fólk skuli þurfa að lýða fyrir annarra gjörðir. En einu megum við ekki gleyma að þetta fólk gengur um með vitneskju sem þjóðin þarf á að halda. Ég er sjómaður, konan mín er á sextugsaldri. Um áramótin 2007, 2008 ráðlagði ég henni að færa sinn ævisparnað inn á 3 reikninga, venjulega reikninga. Þegar ég kom af sjónum sagði hún mér að þetta væri gert, í 3 bönkum. En og stórt en. Hennar viðskiftafulltrúi til heillrar æfi, hafði komið sérstaklega heim í eldhús til hennar eftir vinnu, klukkan seks að kvöldi til að fullvissa hana um að hennar peningum væri jafnvel borgið á peningamarkaðssjóðum. Konan mín leyndi þessu fyrir mér.
Hún hefur ekki síðan getað náð sambandi við þessa konu. Hún var færð til í starfi.
Ég mun fá mína konu til að hefja sakamál ganvart þessari konu. Ekki gagnvart henni, heldur til að varpa ljósi á hver gaf henni fyrirmæli, og hvern vann hún fyrir. Ég vil ekki hana dæmda, en ég vil fá fram sannleikann frá henni.
Það er einasta leiðin til að varpa ljósa á hvað skeði.
Gleymum ekki að peningamarkaðssjóðir voru borgaðir út eins og innistæður. Ættum við þá peninga núna upp í Icesave.
Bankamenn fá áfallahjálp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jens Guðmundur Jensson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar