26.6.2009 | 15:01
Gott og Vel
Það er gott og vel og ósanngjarnt að nokkurnvegin saklaust fólk skuli þurfa að lýða fyrir annarra gjörðir. En einu megum við ekki gleyma að þetta fólk gengur um með vitneskju sem þjóðin þarf á að halda. Ég er sjómaður, konan mín er á sextugsaldri. Um áramótin 2007, 2008 ráðlagði ég henni að færa sinn ævisparnað inn á 3 reikninga, venjulega reikninga. Þegar ég kom af sjónum sagði hún mér að þetta væri gert, í 3 bönkum. En og stórt en. Hennar viðskiftafulltrúi til heillrar æfi, hafði komið sérstaklega heim í eldhús til hennar eftir vinnu, klukkan seks að kvöldi til að fullvissa hana um að hennar peningum væri jafnvel borgið á peningamarkaðssjóðum. Konan mín leyndi þessu fyrir mér.
Hún hefur ekki síðan getað náð sambandi við þessa konu. Hún var færð til í starfi.
Ég mun fá mína konu til að hefja sakamál ganvart þessari konu. Ekki gagnvart henni, heldur til að varpa ljósi á hver gaf henni fyrirmæli, og hvern vann hún fyrir. Ég vil ekki hana dæmda, en ég vil fá fram sannleikann frá henni.
Það er einasta leiðin til að varpa ljósa á hvað skeði.
Gleymum ekki að peningamarkaðssjóðir voru borgaðir út eins og innistæður. Ættum við þá peninga núna upp í Icesave.
Bankamenn fá áfallahjálp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009 | 20:11
Líknardauði eskimóa í boði ESB, kannski verður Össur ráðinn böðull?
Það er fróðlegt að hlusta á fréttirnar. Var akkúrat að sættast á að ESB væri kannski raunhæfur möguleiki. Allavega að það mætti láta á það reyna, sem eins konar þjóðarsátt, til að halda saman ríkisstjórn sem við þurfum á að halda. En það er skammt á milli stórra högga. Ríkissjónvarpið þurfti endilega að vekja mig af værum draumi. ESB ætlar að banna Inúítum að borða matinn sinn, og selja afurðir sínar.
Nú ætlar ESB að sýna tennurnar, sínar eigin tennur, til varnar sínum einkahagsmunum. Hverjir eru þolendur? Jú þeir sem standa lakast í metorðastiganum, Inúítar og Eskimóar. Kannski eiga þeir þetta skilið fyrir þeirra þátt í fjármálahruninu? Búnir að kaupa Rollsa og flatskjái umfram efni. Ekki nema þeir séu að drepa gæludýrin okkar sér til matar? En hugsum við þá nægilega vel um þessi gæludýr.
Ein lausnin á vandanum væri sjálfsagt að bjóða þessum ævafornu ættbálkum upp á Nýlendu líknardauða. T.d. ókeypis brennivín þar til yfir líkur. Við hin sem aðhyllumst ESB höfum hingað til kynnt þessa líknarvöru bræðrum okkar á Norður Heimskautsslóð.
Dettur í hug kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, þar sem Sænski böðullinn var að undirbúa refsifanga sína undir aftöku. En ESB Össur gæti leyst málið á mun líknarfyllri hátt, með ókeypis Íslensku brennivíni. Þetta gæti liðkað fyrir okkar inngöngu í himnaríkið og að sjálfsögðu gert Össur ódauðlegan.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er að koma í ljós, betur og betur, með hverjum deginum. Alvarlegastu áhrif hrunsins og kreppunnar. Það er áhrifin á börnin okkar og barnabörn. Skóla, heilbrigðis og félagsmálafólk finnur áhrifin koma læðandi inn. Börnin finna ójafnvægi og óhamingju foreldra sinna, sum fá bein áhrif vegna efnamissis foreldranna. Jafnvel matarskort.
Allir tala um aðgerðir fyrir heimilin, jú þau eru nauðsynleg. En aðgerðir fyrir börnin eru lífsnauðsynleg.
Það þarf að þjappa börnunum saman, upplýsa þau um ástandið. Fá þau til að taka þátt í uppbyggingunni, með samstöðu og félagsanda.
Það á að taka upp ókeypis skólamáltiðir, fyrir alla. Það á að hvetja foreldra sem ekki skerðast í efnahag vegna hrunsins, til líka að senda sín börn svöng í skólann. Það á að koma á skólabúningakerfi um allt land. Það á að hvetja börnin til að láta sig varða um hvert annað, eins og þau séu liðsmenn í sama keppnisliði. Þetta hefur ekki verið gert á Íslandi áður, en, í Laugarnesskóla var sunginn morgunsöngur. Seinna heyrði ég ástæðuna, það skapaði samstöðu og samheldni milli barnanna og dró úr einelti og mismunun.
Samhliða á að stórefla, markvisst, allt uppbyggjandi og samstöðuskapandi æskulýðsstarf. Virkja Skáta, KFUM/K, Íþróttahreyfingarnar, og öll önnur tækifæri til að skapa samheldni og liðsanda hjá ungu kynslóðinni. Meira að segja að ganga svo langt að ráða atvinnulausa til starfa við tómstundir barna og unglinga. Þau eru okkar stærstu verðmæti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2009 | 21:21
Meðferð á óhreinu ballestarvatni í XD
Ég vil nú beina máli mínu til Bjarna Benediktssonar, i föðurlegum ráðleggingartón. Allt að 27% útstrikanir, er allt of mikið til að líta framhjá.
Bjarni minn, það gerist endrum og eins að við lendum í að fá inn í ballestartanka á skipum, mengað eða skítugt ballestarvatn. Þá er það viðtekin venja og góð sjómennska að nota fyrsta hentuga, og löglega tækifæri til að dæla því út. Og samtímis að taka inn aftur hreint vatn. Þetta er gert þannig að Skipstjórinn, kallar fyrir sig Yfirvélstjórann og gefur honum fyrirmæli um verkið, stað og stund.
Ég held að það sé lítill munur á þessum verkum og þeirri hreingerningavinnu sem nú bíður þín, nema þú viljir láta flokkinn leysast algerlega upp. Kallaðu fyrir þig útstrikunarkóngana og biddu þá vinsamlegast um að yfirgefa skútuna. Ef þeir ekki fást til þess, sjáðu til þess að þeir geri það.
Við Stýrimannaskólann var kennd bók sem bar heitið "Forysta" annað hvort skrifuð, þýdd, eða endursögð, af Garðari Pálssyni fyrrverandi Skipherra og dyggum Sjálfstæðismanni. Þar stóð orðrétt.
"Sérhver yfirmaður sem vill ná árangri í starfi, verur að hafa siðferðilegt þrek til að geta útilokað óhæfa undirmenn." Þó svo tímarnir séu aðrir hefur þetta ekkert breyst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 12:43
Evrópusambandið er ekki flokkspólitískt mál!!!
Það er með ólíkindum ef ábyrgir sjórnmálaforingjar láta mál eins og aðildarviðræður vis ESB, hamla þeirri stjórnarmyndun sem þjóðin kallaði á í þessum kosningum. Það er enginn stjórnmálaflokkur án ESB sinna, né án ESB andstæðinga. Þessu má líkja við hluthafafund í hlutafélagi, allir hluthafa þurfa að kjósa um sameiningu við annað félag, en geta þó valið andstæðinga sína í stjórn eftir sem áður.
Það er engin ástæða til að láta Samfylkingunni það eftir að ganga til viðræðna vegna fylgis flokksins. Ef Ingibjörg Sólrún hefði leitt flokkin í þessum kosningum, hefði fylgi flokksins verið allt annað og lakara. Jafnvel lakara en við síðustu kosningar. Þannig að atkæðin sem komu merkt XS upp úr kössunum voru alls ekki öll merkt ESB.
Hitt er svo annað mál að Vinstri grænir eiga ekki að standa í vegi fyrir ESB ef sanngjarn meirihluti þjóðarinnar vil láta reyna á aðildarviðræður. Þennan sanngjarna meirihluta er hægt að staðfesta með óhlutdrægum aðilum, þannig að ekki þurfi að koma til umfangsmikillar þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hvort heldur sem verður, þá eiga samt þessir tveir flokkar að hlýta niðurstöunni. Þeir geta hæglega barist með og á móti fram að þjóðaratkvæðagreiðslu, nema það komi niður á samningsniðurstöðunni.
Undirritaður er í hjarta sínu á móti aðild. Þetta er mér meira tilfinningamál, heldur en rökrétt niðurstaða. Ég hef bara ekki trú á langlífi slíkra sambanda. Held hreinlega að þróun ESB verði svipuð og þróun Eurovision. Þjóðirnar sem við viljum líkjast mest, munu hverfa í skuggann fyrir Balkan og Litlu Asíu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 11:19
Hvað eru kosningar? Aðildarviðræður þurfa ekki löglegar kosningar.
Þjóð sem getur gefið upp til skatts á rafrænan hátt, getur ekki átt í vandræðum með að kanna hug sinn til aðildarviðræðna. Nægilega löglega til að það sé marktækt. Nota til dæmis kerfi Skattstofunnar.
Nú keppast allir um að skýra úrslit kosninganna. ESB vann, segja ESB sinnar. Þetta þarf ekki að vera rétt, og er að öllum líkindum ekki rétt. Á Íslandi fór fram uppgjör eftir stærsta efnahags og sjálfsvirðingarhrun lýðveldisins. Kjörklefinn var aftökustaður þeirra stjórnmálamanna sem kjósendur töldu að bæru ábyrgð. Í sama kjörklefa fengu nýir þingmenn, traust til, "fyrst og fremst" að sækja til ábyrgðar þá sem ábyrgð bera, tryggja hag þeirra sem þurfa á aðstoð að halda af þessum völdum. Og byggja nýtt velferðarþjóðfélag á rústunum. Þetta tel ég að hafi verið kosið um, ekki ESB.
Það er því nánast ótrúlegt að þeir tveir flokkar sem tóku við stjórnartaumunum fyrir ca. 80 dögum. Og fengu brautargengi nú, geti leyft sér að láta möguleikann á mannlegri velferðarstjórn, renna sér úr greipum. Þessi stjórn hefur unnið vel saman og á að halda því áfram.
Fariði nú milliveginn, haldið NÆGILEGA löglegar kosningar um málið, og það í hvelli. Ef meirihlutinn vill, nú þá verður farið í aðildarviðræður. Það verður hvort eð er kosið um aðildina á grundvelli skilmálanna sem við náum fram. Endilega samt að kanna viðhorf þjóðarinnar fyrst, engin ástæða til að draga Evrópusambandið á asnaeyrum ef þjóðin er í grundvallaratriðum á móti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 11:52
Til hamingju Ísland, því ég fæddist hér!!!
Í gær byrjaði sannleikurinn að renna upp fyrir kjósendum. Björgvin glopraði því út úr sér. Auðvitað ætlar Samfylking að snúa sér að niðurlægðum Sjálfstæðisflokki og mynda meirihluta upp á 2-3 þingmenn. Báðir flokkarnir hafa ótrúlega hagsmuni af að sem minnst verði úr rannsókn á fortíðinni. Þarna getum við kysst Evu Joly good bye, og breitt verður þykkt teppi yfir allar misgjörðir og spillingu á aðdraganda þjóðargjaldþrotsins. Ekkert hefur verið sagt sem ekki gekk eftir og enginn hefur gert neitt rangt. Ef á þarf að halda fær Framsókn með sína 5-7 þingmenn að vera með í plottinu, svona til að geta bent á sem breiðasta samstöðu. Að öllum líkindum verður þetta samsæri kallað "ÞJÓÐARSÁTT"
O-listi fengi fjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.4.2009 | 22:11
Verður Atli Gísla, næsti Dómsmálaráðherra Íhaldsins, í Boði Björgvins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 23:17
Þjóðareign, eða ei.
Allir eru eð tala um þjóðareign, sumir telja þjóðareign vera fíflaskap lögfræðilega. Ég vil minna á að í þorskasrtríðinu/um var alltaf verið að fjalla um þjóðareign. !!
Ungir menn þassara þjóðar, sóttu þjóðareign í hendur erlendra notenda.
Síðasta bras Alþingis var m.a. um þjóðareign. Þar stillti Sjálfstæðisflokkurinn sér á móti.
Þá skulum við ekki gleymaq að fyrrv. Sjávarútvegsráðherra, Árni Mathiesen sagði í viðtali/blaðagrein að "Það þarf stjórnarskrárbreyringu til að tryggja útgerðarmönnum eignaryfirráð yfir fiskistofnunum."
Þetta birtist í blaði, í sömu viku og síðustu minningargreinar um Guðmund Kjærnested, Skipherra á Ægir voru birtar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jens Guðmundur Jensson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar