Iceland Express á heiður skilinn.

Í morgun varð ég vitni að einni flottustu ákvörðun sem ég hef séð lengi. Við hjónin vorum á leiðinni frá Odense til Kastrup, heim í jólafrí. En, en, jólakortaveður í Odense er ekki bara smámunir. Það kyngdi niður gríðarlegum snjó sem náði upp í miðja kálfa. Engir leigubílar, og við þurftum að ganga á lestarstöðina,hraðlestin 3 tímum og 15 mínútum of sein til Kastrup. Svona var morgunninn um nánast alla mið og suður Danmörku. Við höfðum fengið viðvörunar SMS um aukna traffik, vegna Loftslagsráðstefnunnar og vorum því tímanlega úti. En það gekk illa og enginn gat séð fyrir hvort við næðum fluginu, kl. 11:55 í morgun. Í símanum fékk ég að vita að ef við næðum ekki væri 1 sæti laust á hádegi á morgun og annað annað kvöld. En miðarnir í morgun yrðu ónýtir. Við náðum með 15 mínútur í plús, eftir 5 klst. lestarferð sem vanalega tekur 1 tíma og 50 mínútur.

En þegar að útkalli kom var brottför frestað í 2 tíma. Tveggja tíma seinkun kostar mikla peninga fyrir flugfélagið. En hvað var til ráða, kannski bara helmingur af farþegunum hafði komist tímanlega á flugvöllinn. Hverjir voru eftir? Jú barnafjölskyldurnar, námsmenn með ung börn. Hvað hefði gerst ef klókir starfsmenn Iceland Express hefðu ekki tekið réttu ákvörðunina. Gríðarlegt fjárhagslegt tjón fyrir viðskiftavinina, mjög líklega þá sem minnst hafa. Jafnvel eyðilegging á jólahelgi og að minnsta kosti ef málin hefðu reddast blönk jól. Pirruð og þreitt lítil börn, eftir að hafa hangið í járnbrautarlest, og síðan ekki komist leiðar sinnar vegna þess að flugvélin var farin.

Ég hef oft verið pirraður yfir seinkunum, en í þetta sinn og þegar ég sá samsetninguna af farþegunum. Langt síðan ég hef séð eins mörg ung börn í einni flugvél. Rétti ég stóran honnör til þeirra starfsmanna Iceland Express sem að þessari ákvörðun komu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jens Guðmundur Jensson

Höfundur

Jens Guðmundur Jensson
Jens Guðmundur Jensson
Sæfari

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband