Evrópusambandið er ekki flokkspólitískt mál!!!

Það er með ólíkindum ef ábyrgir sjórnmálaforingjar láta mál eins og aðildarviðræður vis ESB, hamla þeirri stjórnarmyndun sem þjóðin kallaði á í þessum kosningum. Það er enginn stjórnmálaflokkur án ESB sinna, né án ESB andstæðinga. Þessu má líkja við hluthafafund í hlutafélagi, allir hluthafa þurfa að kjósa um sameiningu við annað félag, en geta þó valið andstæðinga sína í stjórn eftir sem áður.

Það er engin ástæða til að láta Samfylkingunni það eftir að ganga til viðræðna vegna fylgis flokksins. Ef Ingibjörg Sólrún hefði leitt flokkin í þessum kosningum, hefði fylgi flokksins verið allt annað og lakara. Jafnvel lakara en við síðustu kosningar. Þannig að atkæðin sem komu merkt XS upp úr kössunum voru alls ekki öll merkt ESB.

Hitt er svo annað mál að Vinstri grænir eiga ekki að standa í vegi fyrir ESB ef sanngjarn meirihluti þjóðarinnar vil láta reyna á aðildarviðræður. Þennan sanngjarna meirihluta er hægt að staðfesta með óhlutdrægum aðilum, þannig að ekki þurfi að koma til umfangsmikillar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hvort heldur sem verður, þá eiga samt þessir tveir flokkar að hlýta niðurstöunni. Þeir geta hæglega barist með og á móti fram að þjóðaratkvæðagreiðslu, nema það komi niður á samningsniðurstöðunni.

Undirritaður er í hjarta sínu á móti aðild. Þetta er mér meira tilfinningamál, heldur en rökrétt niðurstaða. Ég hef bara ekki trú á langlífi slíkra sambanda. Held hreinlega að þróun ESB verði svipuð og þróun Eurovision. Þjóðirnar sem við viljum líkjast mest, munu hverfa í skuggann fyrir Balkan og Litlu Asíu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jens Guðmundur Jensson

Höfundur

Jens Guðmundur Jensson
Jens Guðmundur Jensson
Sæfari

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband