Til hamingju Ísland, því ég fæddist hér!!!

Í gær byrjaði sannleikurinn að renna upp fyrir kjósendum. Björgvin glopraði því út úr sér. Auðvitað ætlar Samfylking að snúa sér að niðurlægðum Sjálfstæðisflokki og mynda meirihluta upp á 2-3 þingmenn. Báðir flokkarnir hafa ótrúlega hagsmuni af að sem minnst verði úr rannsókn á fortíðinni. Þarna getum við kysst Evu Joly good bye, og breitt verður þykkt teppi yfir allar misgjörðir og spillingu á aðdraganda þjóðargjaldþrotsins. Ekkert hefur verið sagt sem ekki gekk eftir og enginn hefur gert neitt rangt. Ef á þarf að halda fær Framsókn með sína 5-7 þingmenn að vera með í plottinu, svona til að geta bent á sem breiðasta samstöðu. Að öllum líkindum verður þetta samsæri kallað "ÞJÓÐARSÁTT"

 


mbl.is O-listi fengi fjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Það er bara ein traust vörn gegn spillingunni á þinginu. Að láta heiðarlega borgara standa í veginum fyrir hagsmunatengslum, spillingu og mútum. Þjóðin þarf að kjósa sem flesta til að standa fyrir þeirra hönd inni í þingsal. Standa í veginum fyrir spillingaröflunum. X-O

Baldvin Björgvinsson, 21.4.2009 kl. 11:58

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Þá fyrst verður allt vitlaust!

Auðun Gíslason, 21.4.2009 kl. 12:07

3 identicon

Ertu virkilega að segja að þú trúir því að Samfó... ja, ég veit ekki hvernig er einusinni hægt að orða þann gjörbrenglaða þvætting sem þyrfti að grassera í hausnum á hverjum einum og einasta þeirra ef þetta stæði til. Hver ætti þá að verða forsætisráðherra, Bjarni, nýbúinn að stúta flokknum sínum á fyrsta degi í starfinu? Eða Jóhanna, haha, sitjandi í stjórn með Sjöllunum eftir allt sem á undan er gengið og er enn í gangi fyrir fram og á bakvið tjöldin.

 Treystu mér, það er meiri líkur á að Ólafur Ragnar feli Ástþóri stjórnarmyndunarumboð en að þetta geti gerst.

haha (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:57

4 identicon

Það sem þú segir er verra en martröð. Það má aldrei gerast að SjálfgæðgisFLokkurinn verði í næstu stjórn!!

Kolla (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:59

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það sem stöðvar slíka stjórn er uppreisn, en slík stjórn fengi engan starfsfrið og engu áorkað.

Héðinn Björnsson, 21.4.2009 kl. 14:34

6 identicon

Bíðiði bara og sjáið. Samfylking mun frekar vilja vera sterari aðilinn með XD en að vera veikari aðilinn með VG. Þetta fólk hefur of mikið að fela til að taka þjóðarvilja fram yfir eigin hagsmuni. Hryllileg tilhugsun. Verst er þó að XB, XD, og XS munu fara með 2/3 hluta atkvæða eftir þessar kosningar, eins og ekkert hafi í skorist. Enginn þessara 3 flokka vill ýtarlega rannsókn og saksókn á aðdraganda og endalokum þjóðargjaldþrotsins. Eini Dómsmálaráðherra sem er treystandi til þess er Atli Gíslason.

Jens Jensson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jens Guðmundur Jensson

Höfundur

Jens Guðmundur Jensson
Jens Guðmundur Jensson
Sæfari

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband