Færsluflokkur: Dægurmál

Kvíðin skólabörn - vikulega fréttir af aukningu á kvíða og vanlíðan hjá börnunum.

Það er eins og það sé bara Ríkisútvarpið sem hafi áhuga á þessu máli. Allir keppast um að velta kreppunni fyrir sér fram og aftur. Það skiftir engu máli hvort kreppan lagast eða ekki, ef við getum ekki bjargað börnunum frá skemmdum. Það er ósvífni að láta viðgangast að það skapist slík stéttaskifting í grunnskólum landsins. Að nemendurnir skiftist í þá sem eru saddir og þá sem eru svangir. Það á að koma á fót skólamáltíðum fyrir alla STRAX. Þetta er líka stór liður í að hjálpa heimilum í vanda.

Það má ekki stórskemma fleiri árganga af skólabörnum, það bara má ekki gerast!!!

Nú er að koma í ljós, betur og betur, með hverjum deginum. Alvarlegastu áhrif hrunsins og kreppunnar. Það er áhrifin á börnin okkar og barnabörn. Skóla, heilbrigðis og félagsmálafólk finnur áhrifin koma læðandi inn. Börnin finna ójafnvægi og óhamingju foreldra sinna, sum fá bein áhrif vegna efnamissis foreldranna. Jafnvel matarskort.

Allir tala um aðgerðir fyrir heimilin, jú þau eru nauðsynleg. En aðgerðir fyrir börnin eru lífsnauðsynleg.

Það þarf að þjappa börnunum saman, upplýsa þau um ástandið. Fá þau til að taka þátt í uppbyggingunni, með samstöðu og félagsanda.

Það á að taka upp ókeypis skólamáltiðir, fyrir alla. Það á að hvetja foreldra sem ekki skerðast í efnahag vegna hrunsins, til líka að senda sín börn svöng í skólann. Það á að koma á skólabúningakerfi um allt land. Það á að hvetja börnin til að láta sig varða um hvert annað, eins og þau séu liðsmenn í sama keppnisliði. Þetta hefur ekki verið gert á Íslandi áður, en, í Laugarnesskóla var sunginn morgunsöngur. Seinna heyrði ég ástæðuna, það skapaði samstöðu og samheldni milli barnanna og dró úr einelti og mismunun.

Samhliða á að stórefla, markvisst, allt uppbyggjandi og samstöðuskapandi æskulýðsstarf. Virkja Skáta, KFUM/K, Íþróttahreyfingarnar, og öll önnur tækifæri til að skapa samheldni og liðsanda hjá ungu kynslóðinni. Meira að segja að ganga svo langt að ráða atvinnulausa til starfa við tómstundir barna og unglinga. Þau eru okkar stærstu verðmæti.


Meðferð á óhreinu ballestarvatni í XD

Ég vil nú beina máli mínu til Bjarna Benediktssonar, i föðurlegum ráðleggingartón. Allt að 27% útstrikanir, er allt of mikið til að líta framhjá.

Bjarni minn, það gerist endrum og eins að við lendum í að fá inn í ballestartanka á skipum, mengað eða skítugt ballestarvatn. Þá er það viðtekin venja og góð sjómennska að nota fyrsta hentuga, og löglega tækifæri til að dæla því út. Og samtímis að taka inn aftur hreint vatn. Þetta er gert þannig að Skipstjórinn, kallar fyrir sig Yfirvélstjórann og gefur honum fyrirmæli um verkið, stað og stund.

Ég held að það sé lítill munur á þessum verkum og þeirri hreingerningavinnu sem nú bíður þín, nema þú viljir láta flokkinn leysast algerlega upp. Kallaðu fyrir þig útstrikunarkóngana og biddu þá vinsamlegast um að yfirgefa skútuna. Ef þeir ekki fást til þess, sjáðu til þess að þeir geri það.

Við Stýrimannaskólann var kennd bók sem bar heitið "Forysta" annað hvort skrifuð, þýdd, eða endursögð, af Garðari Pálssyni fyrrverandi Skipherra og dyggum Sjálfstæðismanni. Þar stóð orðrétt.

"Sérhver yfirmaður sem vill ná árangri í starfi, verur að hafa siðferðilegt þrek til að geta útilokað óhæfa undirmenn." Þó svo tímarnir séu aðrir hefur þetta ekkert breyst.


Evrópusambandið er ekki flokkspólitískt mál!!!

Það er með ólíkindum ef ábyrgir sjórnmálaforingjar láta mál eins og aðildarviðræður vis ESB, hamla þeirri stjórnarmyndun sem þjóðin kallaði á í þessum kosningum. Það er enginn stjórnmálaflokkur án ESB sinna, né án ESB andstæðinga. Þessu má líkja við hluthafafund í hlutafélagi, allir hluthafa þurfa að kjósa um sameiningu við annað félag, en geta þó valið andstæðinga sína í stjórn eftir sem áður.

Það er engin ástæða til að láta Samfylkingunni það eftir að ganga til viðræðna vegna fylgis flokksins. Ef Ingibjörg Sólrún hefði leitt flokkin í þessum kosningum, hefði fylgi flokksins verið allt annað og lakara. Jafnvel lakara en við síðustu kosningar. Þannig að atkæðin sem komu merkt XS upp úr kössunum voru alls ekki öll merkt ESB.

Hitt er svo annað mál að Vinstri grænir eiga ekki að standa í vegi fyrir ESB ef sanngjarn meirihluti þjóðarinnar vil láta reyna á aðildarviðræður. Þennan sanngjarna meirihluta er hægt að staðfesta með óhlutdrægum aðilum, þannig að ekki þurfi að koma til umfangsmikillar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hvort heldur sem verður, þá eiga samt þessir tveir flokkar að hlýta niðurstöunni. Þeir geta hæglega barist með og á móti fram að þjóðaratkvæðagreiðslu, nema það komi niður á samningsniðurstöðunni.

Undirritaður er í hjarta sínu á móti aðild. Þetta er mér meira tilfinningamál, heldur en rökrétt niðurstaða. Ég hef bara ekki trú á langlífi slíkra sambanda. Held hreinlega að þróun ESB verði svipuð og þróun Eurovision. Þjóðirnar sem við viljum líkjast mest, munu hverfa í skuggann fyrir Balkan og Litlu Asíu.


Hvað eru kosningar? Aðildarviðræður þurfa ekki löglegar kosningar.

Þjóð sem getur gefið upp til skatts á rafrænan hátt, getur ekki átt í vandræðum með að kanna hug sinn til aðildarviðræðna. Nægilega löglega til að það sé marktækt. Nota til dæmis kerfi Skattstofunnar.

Nú keppast allir um að skýra úrslit kosninganna. ESB vann, segja ESB sinnar. Þetta þarf ekki að vera rétt, og er að öllum líkindum ekki rétt. Á Íslandi fór fram uppgjör eftir stærsta efnahags og sjálfsvirðingarhrun lýðveldisins. Kjörklefinn var aftökustaður þeirra stjórnmálamanna sem kjósendur töldu að bæru ábyrgð. Í sama kjörklefa fengu nýir þingmenn, traust til, "fyrst og fremst" að sækja til ábyrgðar þá sem ábyrgð bera, tryggja hag þeirra sem þurfa á aðstoð að halda af þessum völdum. Og byggja nýtt velferðarþjóðfélag á rústunum. Þetta tel ég að hafi verið kosið um, ekki ESB.

Það er því nánast ótrúlegt að þeir tveir flokkar sem tóku við stjórnartaumunum fyrir ca. 80 dögum. Og fengu brautargengi nú, geti leyft sér að láta möguleikann á mannlegri velferðarstjórn, renna sér úr greipum. Þessi stjórn hefur unnið vel saman og á að halda því áfram.

Fariði nú milliveginn, haldið NÆGILEGA löglegar kosningar um málið, og það í hvelli. Ef meirihlutinn vill, nú þá verður farið í aðildarviðræður. Það verður hvort eð er kosið um aðildina á grundvelli skilmálanna sem við náum fram. Endilega samt að kanna viðhorf þjóðarinnar fyrst, engin ástæða til að draga Evrópusambandið á asnaeyrum ef þjóðin er í grundvallaratriðum á móti.


Til hamingju Ísland, því ég fæddist hér!!!

Í gær byrjaði sannleikurinn að renna upp fyrir kjósendum. Björgvin glopraði því út úr sér. Auðvitað ætlar Samfylking að snúa sér að niðurlægðum Sjálfstæðisflokki og mynda meirihluta upp á 2-3 þingmenn. Báðir flokkarnir hafa ótrúlega hagsmuni af að sem minnst verði úr rannsókn á fortíðinni. Þarna getum við kysst Evu Joly good bye, og breitt verður þykkt teppi yfir allar misgjörðir og spillingu á aðdraganda þjóðargjaldþrotsins. Ekkert hefur verið sagt sem ekki gekk eftir og enginn hefur gert neitt rangt. Ef á þarf að halda fær Framsókn með sína 5-7 þingmenn að vera með í plottinu, svona til að geta bent á sem breiðasta samstöðu. Að öllum líkindum verður þetta samsæri kallað "ÞJÓÐARSÁTT"

 


mbl.is O-listi fengi fjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Atli Gísla, næsti Dómsmálaráðherra Íhaldsins, í Boði Björgvins.

Hver veit nema Björgvin eigi eftir að gera þjóðinni nýjan greiða, sofandi eða vakandi. Og neyða tilvonandi stærsta stjórnmálaflokk landsins, VG. Til samstarfs við Sjálfstæðismenn um myndun næstu ríkisstjórnar. Jú til eins góðs myndi það leiða, Hann sjálfur og félagi hans Össur yrðu þá afskornir frá að gera þjóðinni meiri skaða. Ég myndi ekki óttast að Atla Dómsmálaráðherra myndi fipast í að láta rannsaka það sem rannsaka á. Þótt þar væru innblandaðir samráðherrar hans bæði núverandi og fyrrverandi í Ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokks. Ég treysti Atla til að láta málið hafa sinn gang, enda eiga Sjálfstæðismenn nokkra gæfumenn, sem gætu leyst af hólmi þá sem hugsanlega þyrftu að afplána. Einnig þá sem þegar hafa lokið afplánun og geta veifað með hreint sakavottorð. Skiftin í Þinginu þyrftu bara að vera ca. 25 VG og 12 XD. Góða framtíð!!!

Þjóðareign, eða ei.

Allir eru eð tala um þjóðareign, sumir telja þjóðareign vera fíflaskap lögfræðilega. Ég vil minna á að í þorskasrtríðinu/um var alltaf verið að fjalla um þjóðareign. !!

Ungir menn þassara þjóðar, sóttu þjóðareign í hendur erlendra notenda.

Síðasta bras Alþingis var m.a. um þjóðareign. Þar stillti Sjálfstæðisflokkurinn sér á móti.

Þá skulum við ekki gleymaq að fyrrv. Sjávarútvegsráðherra, Árni Mathiesen sagði í viðtali/blaðagrein að "Það þarf stjórnarskrárbreyringu til að tryggja útgerðarmönnum eignaryfirráð yfir fiskistofnunum."

Þetta birtist í blaði, í sömu viku og síðustu minningargreinar um Guðmund Kjærnested, Skipherra á Ægir voru birtar.


Roald Dahl-Óvænt endalok, eða Makleg Málagjöld

Margir sem eru komnir til ára sinna þekkja "Makleg málagjöld" Er Sjálfstæðisflokkurinn núna að upplifa þau. Roald Dahl skrifaði sínar eftirminnanlegu sögur, um maklega málagjöld á eftirminnanlegan hátt. Þar voru "ingrediensar" hroki, illgirni, valdafísn, og misbetiing valds." En endirinn var alltaf góður,  "Óvænt Endalok, Makleg Málagjöld."

Roald Dahl var Norskur, en þjónaði sem orustuflugmaður í Royal Air Force í seinni heimstyrjöld. Hann þurfti að flýja, eftir sigur Rommels í Norður Afríku, með flugsveit sína , suður Afríku, til Cape Town. Hann hefur skrifað fjölda smásagna og skáldverka á borð við, Matthilda og Súkkulaðiverksmiðjan, með Villy Wonka. Hann var þekktur á Íslandi, sérstaklega í gegn um sjónvarp fyrir þætti sína "óvænt endalok"

Þessir þættir koma upp í huga mínum núna, þegar nýjustu skoðanakannanir úr Reykjavík eru birtar. Innihaldið í sögum Dahls var jafnan að "hroki, illgirni, misbeiting valds" varð að víkja fyrir sannleikanum og réttlætinu. Endirinn var alltaf góður.

Þegar að horft er á niðurstöður skoðanakönnunar í Reykjavík, kemur í ljós að valdaflokkurinn missir sín völd. Roald Dahl hefði ekki getað skrifað þetta betur. "Sér grefur gröf"

Enda ef kjósendur lesa smáa letrið í fréttunum, "Þingflokksfundi Sjálfstæðismanna lokið, Guðlaugur gekk af fundi fyrstur manna, en ónafngreindur þingmaður lét eftir sér hafa"

 " Við Sjálfstæðismenn setjum undir okkur hausinn og ráðumst gegn kjósendum um yfirráðin á þessu landi" HLUTI ER TÚLKUN HÖFUNDAR 

Veslings framboðsflokkur Sjálfstæðismanna, ekki það að allir séu ómögulegir. En þeir sem eru fremstir, eða framarlega á listum, eyðileggja fyrir frambærilegum frambjóðendum. Þeir fremstu eiga það sameiginlegt að hafa starfað í Sjálfstæðisflokknum í gegnum óslitna valdatíð í næstum tvo áratugi. Sumir sem aðstoðarmenn og spunadoktorar ráðherra, aðrir sem hluti af klappliði sama folks. Þetta fólk á engan möguleika á að skilja að almenningur í landinu er búinn að fá nóg af þeim. Persónulega þeim. Þetta er fólk sem hefur litið á völd sem sjálfsagðan hlut, allt er gert í meirihluta, og endurskoðun er engin. Alþingi er bara afgreiðslustofnun fyrir hagsmuni meirihlutans. Þetta fólk gerir sér enga grein fyrir því að þau eru að eyðileggja lífsskoðun fjölda fólks í landinu. "Eðlilega Sjálfsstæðisstefnu og frjálshyggju" þar sem gildi "Litlu gulu hænunnar" eru viðhöfð. Þetta þurfa kjósendur Sjálfstæðisflokkins að borga fyrir vegna setu 3-5 persóna ofarlega á listum flokkssins. Og þar með útiloka ungt og efnilegt fólk frá stjórn landsins. SETJA UNDIR SIG HAUSINN og ráðast gegn kjósendum, hvílík fífl. En samt ekki,þetta lýsir bara hvað hefur verið í gangi á valdatíð flokksins.

Okkur vantar kannski Roald Dahl, kannski sem aðstoðarmann Evu Joly sem einnig er Norsk. Kannski er Valhöll nútímans Súkkulaðiverksmiðja Villy Wonka, kannski var Roald Dahl bara Valva Íslensks þjóðfélags. KANNSKI???


Fyrning á aflaheimildum, og afturhvarf frá Landnámi !

Nú þegar Samfylkingin hefur boðað endurheimtur á framsalsheimildum sem þeirra fólk og forkólfar komu á á sínum tíma. Eru allir sótraftar á sjó dregnir af Landnámsmönnunum í LÍÚ. Jú "LANDNÁMSMÖNNUNUM" vegna þess að fyrir nokkrum árum, kannski 2-5 árum síðan var sögð frétt frá lokum aðalfundar LÍÚ. Þar var sagt frá því að þekktur Útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hafi úr ræðustól, líkt yfirráðarétti eigenda Íslensks sjávarfangs við nútíma landnám. Eflaust var hann góðglaður, á góðra vina fundi. Og uppskorið ákaft lófaklapp og faðmlög frá jafningjum og vopnabræðrum. Þegar ég las þetta á sínum tíma, sá ég fyrir mér hvílík fyrring var í gangi á Landinu mínu. Mér var hugsað til Landnáms á Íslandi, en fann engar hliðstæður, þar sem enginn átti að hafa verið til staðar við það landnám. Landið hafi ekki beinlínis verið tekið frá neinum. En mér varð líka hugsað til annars Landnáms, sem ég kynntist fyrir 13 árum á óhugnanlega táknrænan hátt. Mér fannst þá að það landnám ætti betur við ásetning og hugarþel ræðumannsins en það Íslenska.

Árið 1996 var ég á siglingu fyrir utan Namibíu, á Namibísku Varðskipi. Ég hafði með höndum þjálfun ungra Stýrimannsefna og voru tvö þeirra á vakt með mér þennan dag. Við sigldum fram hjá stað sem heitir "Diaz Point" Það voru einungis nokkrir mánuðir frá því Namibía hlaut sjálfstæði og samtímis afnám Apartheit. Mig langaði að vita hvað byggi í hugum þessa unga fólks, sem var framtíð þessa unga lands. Spurði þau því, af hverju er Portúgalskt nafn á kennileitum á landinu ykkar. Börnin voru rétt um tvítugt, en bæði stúdentar úr stærðfræðideild og afburða námsmenn. Svarinu sem ég fékk, mun ég aldrei gleyma.

Pilturinn byrjaði, en hann átti erfitt um mál fyrir hlátursrokum og varð að útskýra fyrir mér með hléum. Jú "Batrholomew Diaz" var Porúgalskur skipstjóri sem tók land hér á "Diaz Point" fyrir ca. 500 árum. Hann var svo vitlaus að hann hélt að hann hafi fundið land sem hafi verið TÝNT. Týnt fyrir Guði og mönnum. Því reysti hann hér minnisvarða og færði þetta týnda land Guði og Portúgölskum konungi að gjöf. Hann fattaði ekki að hér bjuggu milljónir manns og höfðu gert í milljón ár. Landið okkar var aldrei týnt fyrir þeim.

Stúlkan bætti við að þessi kjáni hefði líka tekið land þúsund mílum norðar, við Kongófljót, þar sem nú er Angóla. Þar gerði hann það sama, fann týnt land. En svo jukust hlátrasköllin, hann hefði átt að ferðast 100 kílómetra inn í landið. Því þar hefði hann komið á stað sem vísindamenn væru í dag að sanna að væri upphaf mannkynsins. Fæðingarstaður EVU. En þessi kjáni spígsporaði um og hélt að hann hefði fundið eitthvað sem væri týnt Guði og mönnum.

Eftirleikinn þekkja allir, höfðingjar og stjórnendur þessara landa voru hvattir til og neyddir til að selja samlanda sína í ánauð af eftirmönnum Diaz. Það þarf enginn að efast um að ef einhvers mótþróa hafi gætt, hafi neytendur þess,þá nútíma þrælahalds,beitt álíka rökum fyrir framhaldinu.Og talsmenn LÍÚ frá Vestmannaeyjum gera í dag gegn afnámi á þeirra hagsmunum. Það myndi þýða endalok hagvaxtar, gjaldþrot banka og hungursneyð þjóðar þeirra. Þeir höfðu reyndar vopnavald í bakhöndinni ef rökin þrutu.

Er það ekki ánauð, ef ungt og hæfileikaríkt fólk verður að hrökklast frá heimalandi sínu til að geta séð sér og sínum farborða. Alveg eins og liðinna alda þrælahald var hagstjórnartæki, þeirra sem eignuðu sér allar þær auðlindir sem hægt var að láta greipar sópa um. Nú þegar ungar fjölskydur munu hrökklast úr landi af ánauð. Reyndar ekki sömu tegund af ánauð og Vestmannaeyingurinn hún Tyrkja Gudda, en ánauð samt. Og hversu margar stafsævir, hversu margra Tyrkja Gudda þarf til að endurgreiða og endurreisa vesældina sem m.a. Vestmannaeyja Landnámsklíkan á stóran þátt í að hafa leitt yfir okkur. Ungu Namibísku Stýrimannsefnin voru öfundsverð. Þau áttu feður og afa sem létu hendur standa fram úr ermum. Þeir fóru enga tuttugu ára fyrningarleið. Þeir endurheimtu sínar eignir með vopnavaldi og fórnum, afkomendum sínum til mikils sóma.

Í umræum dagsins um fyrningu ætti að hafa í huga að fiskveiðiheimildir hafa verið fyrndar (afskrifaðar) skattalega í mörg ár. Þetta er óskiljanlegt, því hvernig er hægt að afskrifa það sem ekki eyðist. Er t.d. hægt að afskrifa lóðir?Upplýsingar um samanlagðar afskriftir fjárfestinga í aflaheimildum hlýtur að vera hægt að nálgast hjá Skattyfirvöldum. Það kæmi mér ekki á óvart að allar veiðiheimildir á Íslandsmiðum hafi verið afskrifaðar bæði einu sinni og tvisvar á þeim tíma sem þetta hefur viðgengist. Hitt er öllu líklegra að verðmætin hafi stöðugt verið uppfærð, til að geta haldið topp veðsetningu fyrir lánum til nota í öðru braski.

Ég skora hér með á grúskara sem hafa kunnáttu og áhuga á að grafa upp úr annað hvort Morgunblaðinu eða fréttablaðinu. Grein sem skrifuð var í tilefni loka aðalfundar LÍÚ. Man ekki hvað það er langt síðan, kannski 2 ár kannski allt að 5 ár. Þar var vitnað í ummælin um Nútíma landnám frá ræðustól, við mikið lófaklapp fundarmanna. Ræðumaður er þekktur Útgerðarmaður í Vestmannaeyjum. Nú er samstarfsmaður hans að leggja á borð skýrslu endurskoðunarfyrirtækis, sem sér fyrir endalok Íslensku þjóðarinnar ef Landnáminu linnir.

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jens Guðmundur Jensson

Höfundur

Jens Guðmundur Jensson
Jens Guðmundur Jensson
Sæfari

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband